Wednesday, December 31, 2008

Halldóra syndir með straumnum

Ég elska strauminn og ef straumurinn gerir áramótablogg, þá fylgi ég með... hiklaust.... nom

Mars Volta ferðin í febrúar trónir að sjálfsögðu efst. Tónleikarnir voru ólýsanlegir og engin orð fá lýst hamingju minni að hafa hitt sjálfa hljómsveitina (og drekka bjórinn þeirra). Cedric ólýsanlega krúttlegur með villtasta hár sem ég hef séð, trommuleikarinn sem talaði og talaði án afláts og við ingibjörg skildum ekki bofs, Omar sem var of upptekinn að reyna við einhverja gellu en var samt mega krúttlegur líka, tour managerinn sem gat aldrei munað hvað hét en hló mér til samlætis að Chuck Norris-facts. Hins vegar verð ég að kallast ólýsanlega vitlaus að hafa ekki þegið boð um að fara með þeim til Berlínar um nóttina.



Mexibar bætti þetta samt smá upp með fallegustu Strawberry Daiquiris í geimi. Og máltíðin á Hereford, allir fengu sér steik nema ég sem nomaði fisk. Besti lax sem ég hef smakkað. Om nom.

Ungverjalandsferðin kemur næst á eftir Mars Volta í awesomeheitum. Það var svo yndislegt að hitta alla aftur; László, Ágnes, Tibor, Nóra, Adam og Vladka voru frábær að vanda og nýju kennararnir voru ekki síðri. Þá sérstaklega Ákos sem kenndi contact improvisation, hann var brjálæðislega fyndinn karakter.





Lautartúrinn okkar Lindu á Austurvelli er frekar eftirminnilegur. Eftir að hafa losað okkur við breska 30 ára hvalaskolunargæjann (hans orð, hvalaskolun) á KB, skunduðum við í 10-11 og keyptum okkur salatbar. Settumst síðan niður eins og almennilegir rónar á Austurvelli og hreyttum ókvæðisorðum í útlendinga, klukkan svona 3 um nótt. Svo reiddi Linda mig á hjólinu mínu heim. I bicycle on the wild side

Balletinn sparkaði rækilega í rassinn á mér í byrjun árs. Vorsýning Klassíska Listdansskólans gekk. Gekk. Þrátt fyrir blóð, svita og tár (og fullt af frústrerasjón yfir besta dansvini mínum) var þetta ekkert svo slæmt. Mér tókst að brosa mig í gegnum Jólakúluna og Blómavalsinn og hinn afar pínlega Thriller.
Dansferðin að Eiðum var hins vegar ótrúlega skemmtileg. Þrátt fyrir að niðurlægja sig smávegis með að endurtaka Thriller og bíða heillengi eftir sveittum pítsum, var þetta virkilega velheppnuð ferð! Afgangskampavín og sauna, það bregst seint.





Danshópurinn Þreifandis var sætur og krúttlegur, bæði á 17. júní og á menningarnótt.



....og verður vonandi virkari í Skapandi Sumarstörfum næsta sumar? Vei?

L.Ung.A. reyndist líka hin skemmtilegasta för. Ég, Hildur, Ingibjörg og Alexander tróðum okkur í litla bláa bílinn hennar mömmu (Hommalestin! Tút Tút!) og keyrðum austur. Ég man sérstaklega eftir þegar ég fór, einhverra hluta vegna, í massíva fýlu og stóð ein með teppið mitt og hlustaði á Trentemöller. Svo fór ég að sofa, í sama herbergi og Morðingjarnir sem reyndust bara vera ósköp saklausir.




Elsku elsku sæti Kiriakos hafði þó líkast til mest áhrif á mig á þessu ári. Eins og ég fyrirleit manninn fyrst þegar ég hitti gæti ég ekki verið honum þakklátari í dag. Hann var svo sannarlega mitt uppáhalds ("Ladies! Ladies!"), góður félagi og enn betri kennari. Ég man sérstaklega þegar ég fór að hágráta í lok tímans og þegar ég kom seinna til hans að biðjast afsökunar þá knúsaði hann mig bara.



Og svo framvegis og framvegis og endalaust áfram. Árið 2008 var bara ágætis ár, á heildina litið, þrátt fyrir nokkra svarta bletti hér og þar.

Ég tók ekki þátt í kreppustressi, hætti í ljóta, leiðinlega skólanum og lofa upp á tíu fingur að snúa ekki aftur á vitlausraspítalann. (eheheheh...)

Ég er ákaflega þakklát fyrir ömmu mína. Hún var fædd 24. nóvember 1923 og lést 21. desember síðastliðinn. Hún var yndisleg manneskja í alla staði og mér fyrirmynd í lífinu. Ég sakna hennar mikið en er um leið glöð yfir að hún fékk að fara eftir erfið veikindi. Að vera alnafna hennar þykir mér mjög merkilegt og mikill heiður að heita í höfuðið á slíkri afbragðskonu!



Sjáumst á nýja árinu, ég lofa að vera ekki í fýlu! (okei, djók ... talandi um að lofa upp í ermina á sér!)

Sunday, December 28, 2008

Thursday, December 11, 2008

Trú spirit off krissmass

Þumalfingur vinstri handar er krónískt mandarínuappelsínugulur
Eldhúsið er uppfullt af Bónuspiparkökum sem enginn hefur lyst á
Maður er hættur að hlæja að Skrámi
Mamma situr í rólegheitunum með gaskveikjara heimilisins og brennir lifandi flugurnar sem fylgja jólablómaföndri
Í september ætlaðirðu að kaupa allar jólagjafirnar en í byrjun desember ætlaðirðu að föndra fyrir alla. Ekki skarpasta ákvörðunin að taka
Helga Möller og Sniglabandið góla við minnsta tilefni að ÞAÐ SÉU AÐ KOMA JÓL! jólajólajólajóla


ég þoli ekki jólin

Friday, November 14, 2008

Ég í hnotskurn?

Halldóra er bölsýnasta manneskja jarðríkis og handanheimana. Ekki nokkuð sem heilla myndi venjulega manneskju kveikir í henni ánægjubál, hún hefur rótdjúpa ímugust á hverju því sem skreytir alheiminn - öllum og öllu.

"Jú, fjölskyldan er í raun fífl líka, allir eru fífl, nema kannski Hildur. Og ég að sjálfsögðu."

Í lífi Halldóru finnst þó eitt sem hún kann að meta öllu öðru framar - hún dansar ballett og það fjandi vel að eigin sögn. Hún lítur á dansinn sem veruleikaflótta þar sem líkami og hugur sameinast í algjörum samhljómi þar sem hún lifir þar sem henni líður best - innra með sjálfri sér - algjörlega fjarri umheiminum þótt hún standi í honum miðjum.

"Ef líkaminn leyfði myndi ég dansa hverja stund."

Aðspurð hvort hún eigi sér draum af einhverju tagi svaraði hún af einkennandi hroka. Sagðist í nótt hafa dreymt konu sem gréti svo mikið að hún drekkti alheiminum.

"Mig dreymir þegar ég sef eins og alla aðra. Annars kann ég ekki vel við að sofa - svefn er fyrir draumóramenn."

Halldóra er flóttahyggjukona. Í æsku fluttist hún sífellt milli staða vegna náms föðurs síns og líklega hefur það haft áhrif á hana. Síðan hún hóf framhaldsskólanám hefur hún flúið svo skóla og líkar viðveran í MH ekki sérstaklega vel.

"Já, ég verð víst bara að klára þetta, dansinn krefst þess."


eftir Ívar Erik Yeoman (og ég birti hér í ósvífnu leyfisleysi)

Verkefnið var að kynna bekkjarfélaga okkar. Þetta var einstaklega vandræðalegt verkefni og endaði því bara í tómri vitleysu.
Mér fannst lýsingin á mér alveg ofsalega fyndin. Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri svona hrokafullt illmenni sem liti allt of stórt á sig.

Monday, November 10, 2008

Nokkrar teygjuæfingar



Ég geri alltaf svona teygjur heima í stofu

Grunnhyggni

Þegar ég komst að því að ég hafði í alvörunni áhyggjur yfir því að ekki væri til góð mynd af mér til að setja í minningargreinina, skyldi ég skyndilega falla frá

Saturday, November 8, 2008

Spark í rassinn

Ég komst að svolitlu um sjálfa mig klukkan hálfþrjú aðfaranótt föstudagsins.

-Ég ætti helst ekki að vera að skrifa ritgerðir á þeim tíma
-Ég get bullað stanslaust út um rassgatið á mér um efni sem ég hef ekki hundsvit á
-Ég verð bitrari og fúlari eftir því sem líður á nóttina

Eftirfarandi eru lokaorð ritgerðarinnar. Svo slökkti ég bálreið á tölvunni og fór að sofa, blótandi samtíðarmönnum mínum í sand og ösku.

Samkvæmt Böðvari H. Steingrímssyni var það andleg óhollusta sem varð móður hans að bana. Andleg óhollusta sem Ríkið dældi í hana linnulaust gegnum tól andskotans, sjónvarpið. „Of mikil velsæld skapar vesæld.“ Við erum þiggjendur, tyggjendur, neytendur, þreytendur uppfullir af rusli og heyjum vonlaust vindmyllustríð við Tímann. Það þyrfti að drepa Tímann. Lífið í Rokklandi þolir engan tíma. Rokklendingar eru vélar. Vélar sem þarf að smyrja með óhóflegu sjónvarpsglápi og ruslfæði. Vélar sem eru svo djúpt sokknar í efnishyggjuna að ekkert annað kemst fyrir. Hver fer einn, afsíðis með sjálfum sér? Enginn. Það hugsar enginn lengur. Það þarf enginn að hugsa. Ekkert er lengur tært. Einhvern tímann hefur þó eitthvað verið tært. Fyrst það er gruggugt núna.

Hvaðan kemur tilhneigingin að horfa til baka þegar hart er í ári? Hvaða vit er í því að lifa í fortíðinni þegar samtíminn er jafnömurlegur og raun ber vitni? Ætlum við aldrei að læra af mistökum okkar? Sagan fer í hringi og sífellt er verið að reka fótinn í sömu misfelluna á gólfinu. Menn skammast sín fyrir samtímann. Finna honum allt til foráttu. Skáldin leggja hart að mönnum að líta til baka og sjá villu vegar síns. Og á meðan skáldin ydda skriffæri sín og kryfja söguna til mergjar, reyna að finna þessa misfellu sem orsakar ömurleikann, leika hinir nýríku lausum hala og grafa sér dýpri og dýpri gröf þar til þeir sjá hvorki tangur né tetur af misfellum fortíðarinnar.

Úff, mikið er gott að vera jafn æðisleg, sæt, gáfuð, fyndin og skemmtileg og ég sjálf!

Thursday, November 6, 2008

OH NOES!!!1



-ef allt fer á versta veg!

Monday, November 3, 2008

Ljóð

Rond de jambe-æfing til prófs á táskóm

Preperation: relevé 5. pos
1-4 Plié devant, loka relevé 5. pos
5-8 Plié derriére, loka relevé 5. pos
1-4 Plié devant, relevé á la seconde
5-6 Passé, plié degagé fyrir framan
7-8 Rond fyrir aftan
1-4 Rond de jambe 4x, fjórða plié-relevé-fram
5-6 Plié turn á la seconde
7-8 Plié coupé arabesque
1-4 Penché
5-8 Plié relevé attitude 2x
1-2 Arabesque loka 5. pos
3-4 Passé plié fram
5-6 Fouetté enda attitude derriére
7-8 Élonger enda 5. pos


-Guðbjörg Astrid Skúladóttir


Ég felli tár yfir þessu ljóði. Þá aðallega vegna þess að mér er orðið svo djöfullega illt í tánum/með blöðrur/með blóð eftir öll relevé-in.
Ykkur er frjálst að vorkenna mér!

Annars felli ég tár af hlátri yfir þessari grein

E.S. Mér er alveg sama hvert kommurnar halla, sem er heldur sorglegt í ljósi þess að ég er búin með þrjá áfanga í menntaskólafrönsku. Skítur.
E.S. 2 Spurning: Er of seint að vera leið yfir að framleiðendur Bleach hafi skipt um theme-lag þegar komnir eru út tæpir 200 þættir en ég er bara á númer 30? Eða of snemmt, þar sem lagið á pottþétt eftir að breytast mörgum sinnum í viðbót? Geta þeir ekki bara haldið sig við upprunalegu lögin? Þó samkvæmt minni reynslu er lag nr.2 í anime-þáttum oftast skemmtilegra, því það er miklu harðara og með miklu, miklu dýpri og lélegri texta/þýðingu (ég kann ekki japönsku). Ergo, ég skal kaupa líf einhvers annars á túkall...

Tuesday, October 28, 2008

Það sem er í tísku að tala um

Ég sit bara og bíð eftir að íslensku fjölmiðlarnir ákveði að ekki sé lengur hipp og kúl að tala um kreppuna. Ég hef algjörlega óbeit á hvernig þeir taka á málunum. Óbeitin beinist að fjölmiðlum yfirleitt en ég hef alveg sérstakt dálæti á að láta þá íslensku fara í taugarnar á mér.

Íslenskur fjölmiðill: "Kæri herra Stjórnmálamaður sem skiptir engu máli, við fengum bara ekki að tala við þá sem gera það, þú skuldar íslensku þjóðinni svör og ég er hér til að krefja þig um þau!"

Herra Stjórnmálamaður: (orðagubb sem er yfirleitt á þessa leið) "Ágæti íslenski fjölmiðill. Að svo stöddu er hvorki staður né stund að fullyrða nokkuð (hahaha, ég ætla sko ekki að segja neitt!) þar sem viðræður standa yfir og aðilar sem koma að málinu (einhverjir merkilegri en ég) reyna að komast að niðurstöðu í þessu máli.

Íslenskur fjölmiðill: "Já, okei... (wtf?!)"

Herra Stjórnmálamaður: (Scoooooore!)

Af hverju í ósköpunum þykjast fréttamenn vera að krefja ráðamenn um svör í öðru hverju viðtali? Auðvitað er nokkrum sem á ótrúlegan hátt tekst það, en athöfnin "að krefja ráðamenn um svör handa íslensku þjóðinni" felst aðallega í því að skjóta beinskeyttu spurningaflóði á viðmælendur þannig að þeir standi eftir orðlausir eins og fávitar. Jújú, æðislegt. Þú gast troðið ummælum viðmælanda þíns aftur ofan í kokið á honum og hann getur enga björg sér veitt. Það er ekki að krefja fólk um svör, það heitir að "hafa rétt fyrir sér á opinberum vettvangi", sem sýnir bara fram á manns eigið ágæti en er í raun svo tilgangslaus atburðarás að það hefði allt eins mátt sleppa henni.

Í augnablikinu er í tísku að grafa upp börn sem "sáu kreppuna fyrir". Geðveikt, sýnum fram á vanhæfni "flokksdindlanna" (quote: Guðmundur Ólafsson) með því að finna börn sem hafa skoðun á kreppunni. Hvað er næst? Teikn frá náttúrunni? "Heimilisköttur í Garðabænum sá fyrir kreppuna!" Hann byrjaði að mjálma hástöfum og svo klukkutíma síðar varð Glitnir lýstur gjaldþrota, segir hin heimavinnandi húsmóðir, eigandi þessa forsjála kattar.

Ég bíð spennt.....

Wednesday, October 22, 2008





Stóðst ekki mátið að leika mér í Movie Maker. Sérhannað forrit fyrir idjóta eins og mig sem læra ekkert nema það sé tuggið ofan í þá.
Upptakan er ég að misþyrma verkinu hans Kiriakos, var eiginlega bara tekið upp svo ég myndi muna það í framtíðinni.
Ég sakna Kiriakos!

Herra Gottskálk tekur sig á

Herra Gottskálk var stór maður og mikill um sig. Hann svaf ætíð sitjandi til að koma í veg fyrir að lungun féllu saman undan þunga hans. Hann minnti helst á hval rekinn á land þar sem hann lá makindalegur og reyndi framast sem hann gat að komast hjá því að stíga fæti út fyrir rúmstokkinn.
Gestir voru sjaldséðir í litlu risíbúðinni. Fæstir þoldu lengi við í návist Gottskálks sem gerði sér að leik að úthúða hverjum sem hann taldi sig hafinn yfir. Ófáir sölumenn hreinlætisvara og trúboðar höfðu gengið á braut, niðurlútir með tárin í augun eftir viðeign við skaphundinn Gottskálk.
Myndarleg ístran skagaði út í loftið og náði næstum því út fyrir rúmbríkina. Undirhökurnar löfðu í fellingum niður á bringuna sem reis og hneig í takt við másandi andardráttinn. Holdmiklar kinnarnar líktust tveimur loftlausum boltum og hann var alltaf blautur af svita undir öllu hnakkaspikinu. Hálslaus var hann með öllu og augun sukku inn í grísalegt andlitið. Dökkgrár hárflókinn var farinn að þynnast verulega og sítt, rytjulegt skeggið hlykkjaðist yfir undirhökurnar eins og snákur yfir sandhóla í eyðimörk. Hann var eins og gamalt, þrútið bjúga þarna sem hann lá í rúminu og svitnaði af áreynslu við að skófla í sig mat sem hefði dugað í nokkrar fermingarveislur.
Undanförnum áratug, eða frá því að hann lét af störfum, hafði herra Gottskálk að mestu eytt í rekkju sinni. Hann fékk sér fartölvu og síma og sinnti öllum sínum erindum rafrænt til að takmarka viðureignir við aðra. Einu reglulegu samskiptin sem hann átti við aðrar lifandi manneskjur voru vikulegar heimsóknir heyrnalausrar konu sem þreif hjá honum og daglegar sendingar frá hinum ýmsu skyndibitastöðum hverfisins. Lífið gat vart orðið betra.
Venjulega var langt liðið á hádegi þegar herra Gottskálk loksins rumskaði eftir sjónvarpsgláp fram eftir nóttu. Það var því einkar óvenjulegt fyrir hann að vakna, opna augun og við blasti einungis svart náttmyrkrið. Hann pírði augun og reyndi að greina útlínur herbergisins. Það var ekki enn kominn dagur! Hvers vegna var hann vaknaður? Horfði hann ekki nægilega lengi á imbakassann í gærkvöldi? Hann þreif vekjaraklukkuna sem sýndi að klukkan væri tuttugu mínútur gengin í átta. Afundinn og hálfmóðgaður henti hann klukkunni aftur á sinn stað.

Skerandi tómatilfinning nísti skyndilega gegnum merg og bein. Herra Gottskálk tók andköf af undrun. Það var eins og svarthol hefði myndast í honum miðjum og sogaði til sín allan lífskraft sem bjó innra með honum. Skelfdur greip hann um magann og reri fram í gráðið. Hvað var að koma yfir hann? Fyrst vaknar hann fyrir allar aldir og svo þetta! Hann hætti að rugga sér og skökk brosgeifla myndaðist á bústnu andlitinu. Auðvitað, hann kláraði ekki seinni kvöldmatinn í gær. Þetta hlutu að vera hungurverkir, þessi skerandi tómleiki. Hann lagði leið sína í átt að eldhúsinu og tróð í sig í einni svipan afgangi gærkvöldsins. Hann tuggði, kyngdi og beið síðan óþreyjufullur. Tómatilfinningin hvarf ekki heldur magnaðist til muna. Óttasleginn hugsaði herra Gottskálk með sér að kannski hefði hann farið rangt að þessu, kannski var einhver önnur matartegund sem myndi slá á óþægindatilfinninguna. Það var ekkert af þessum heimi sem smá matarbiti gat ekki komið í lag.
Herra Gottskálk eyddi því lunganum úr þessu fagra og bjarta degi í að borða allt sem kjafti kom í von um að fylla þrúgandi svartholið innan í sér.
Það var langt liðið á kvöld þegar hann loksins gafst upp, hlammaði sér á rúmstokkinn og fór að skæla. “Ósanngjarnt! Ég hafði það svo gott hingað til! Hvað gerði ég til að verðskulda þetta ástand?” stundi hann upp milli ekkasoganna. Þegar hann loks hafði grenjað nægu sína lyfti hann rauðbólgnu andlitinu af holdvotum og klístruðum koddanum. Verðskuldaði hann þetta virkilega?
Herra Gottskálk hóf að rifja upp fortíð sína. Hafði hann einhversstaðar á lífsleiðinni misboðið æðri máttarvöldum? Minnið var reyndar ekki jafn gott og það var sökum langra setna fyrir framan sjónvarpið. Hann mundi eftir sjálfum sér ungum að leik við hund fjölskyldunnar. Uppeldið á honum var sæmilegt og heimilsaðstæður ekkert til að kvarta undan. Hann mundi eftir fyrsta vinnudeginum. Hann hafði varla slitið barnsskónum þegar hann var kominn með hamar í hönd og nagla í munnvikin. Síðan þá hafði vinnan verið hans líf. Sumarfríin voru fábrotin og eyddi hann þeim mestmegnis í lestur og annað sér til dundurs. Einu sinni lét hann það þó eftir sér að fara niður að fjöru á sólríkum sumardegi. Hann mundi glöggt eftir þessum degi. Nokkrir strákhvolpar léku sér með hávaða og látum í sandinum sem fór óstjórnlega í taugarnar á Gottskálki. Það ætti að geyma öll börn lokuð og innilæst þar til þau hefðu náð fullorðinsaldri. Sáttur með sjálfan sig eftir að hafa öskrað nokkur vel valin skammaryrði að drengjunum settist hann niður og lét sandinn leika um berar tærnar.
Tærnar! Auðvitað tærnar!
Ó, þau ár er liðin voru og hann hafði hvorki séð tangur né tetur af blessuðum tánum. Hann stökk á lappir, eins hratt og hann mátti, og hóf að reigja sig og beygja og snúa upp á sig á alla kanta í veikri von um að sjá glitta í þær örskotsstund. Eina sem var í sjónmáli var fyrirferðamikill búkurinn. Hann dæsti í uppgjöf og settist niður aftur, sorgmæddur og niðurdreginn. Söknuðurinn við tærnar var nánast óbærilegur.
Eftir langt þóf hugsaði hann með sér að hann myndi ekki líta glaðan dag á ný fyrr en tærnar kæmu í ljós. Þarna, á þessari stundu, ákvað herra Gottskálk að nú myndi hann hætta að lifa hinu ljúfa lífi. Skyldi hann líta aftur ástkærar tærnar þyrfti sko að taka á. Munaðarlífið yrði gefið upp á bátinn, gönguskórnir reimaðir á og ekkert dugaði nema megrun. Hann fékk ógeðshroll við tilhugsunina en bægði strax burtu öllum neikvæðum uppgjafarhugsunum.
Herra Gottskálk reis úr rekkjunni og valhoppaði af stað í forstofuna. Spikið samgladdist og skoppaði með, bomm, bomm, bomm. Neðst á botni fataskápsins fann hann rykfallna gönguskóna. Hann skríkti af kæti þegar honum tókst að troða sér í þá. Reyndar gat hann ekki beygt sig til að reima en spenningurinn var of mikill til að kippa sér upp við það. Hann sá tærnar í hillingum þegar hann rykkti í hurðarhúninn og slengdi upp hurðinni af svo miklum krafti að hún rétt hékk á hjörunum. Hann var orðinn másandi af áreynslu en það var ekkert sem gat stöðvað hann núna!
Nema lausu skóreimarnar.
Í fyrstu tröppunni hnaut herra Gottskálk um bévítans reimina og endasentist niður í boga.
Hann valt niður allar tröppurnar í húsinu, skoppandi eins og bolti. Spikið skoppaði skelfingu lostið með, bomm, bomm, bomm. Óhugnarlegir brestir fylgdu hverri veltu þegar beinin gáfu sig undan gífurlegum þunganum. Þegar hann loksins staðnæmdist mynduðu undirhökurnar einkennilega snúnar fellingar utan um mölbrotinn hálsinn og höfuðið sneri þveröfugt. Grátbroslegur undrunarsvipur var á andliti hans.
Það síðasta sem herra Gottskálk sá þar sem hann lá í andarslitrunum voru illa hirtar, ólystugar tærnar.
Svo gaf hann upp öndina og dó.

Svo bíð ég eftir að Ragnhildur íslenskukennari tæti uppkastið í sig og rakki söguna niður í pytt.
Ég hlakka óstjórnlega til.

Tuesday, October 21, 2008

Dans...

... er búinn að rústa metnaðinum mínum. Ég hef gjörsamlega engan metnað lengur fyrir neinu sem tengist ekki dansinum á einhvern hátt.

Það er að vera í kringum mig er án efa eitthvað í líkingu við að sjá um ungabarn sem getur ekki framkvæmt neitt sem er því nauðsynlegt. M&P sjá um að ég sofi og borði, vinir mínir sjá til þess að ég eigi mér eitthvað sem kallast gæti félagslíf og námsráðgjafinn sér um að ég haldist í skóla.

Ég nenni ekki að bíða, ég nenni ekki að axla ábyrgð, ég nenni ekki að fullorðnast, ég nenni ekki að vera á Íslandi, ég nenni ekki að vera föst, ég nenni ekki að læra neitt annað en það sem ég hef áhuga á.

Sem hljómar frekar mikið eins og ég sé letibikkja af versta tagi.

Mig langar aftur til Ungverjalands. Gera ekkert nema að dansa allan daginn frá 9 á morgnanna til 9 á kvöldin. Fara í pilates, gyrokinesis, alexanderstækni. Gera tilgangslausa tæknitíma á táskónum (sem eru samt ekkert nema gagnlegir). Graham, Cunningham, release, contact improvisation. Já, meira að segja Cunningham sem mér þykir alveg drepleiðinleg tækni.

Vera kúl og taka þátt í contact improvisation jam.

Jájájájájájá, það væri hægt að hafa tónlistar- og contact jam! Það sem fólki væri frjálst að flakka á milli hljóðfæra og samdansara.....

....mig langar...

ég get ekki sofið, ég er bitur og ég nenni ekki.

Skoða:



Æfing hjá Martha Graham Dance Company á verkinu Cave of the Heart, og mögnuð tónlist Norman Dello Joio



Imre Thormann sýnir Butoh-verk. Djasshljómsveitin Mobile spilar undir



Sylvie Guillem - Evidentia. Hún er snillingur, veit ekki um neinn annan dansara sem er jafn víg á klassískan og nútímadans. Plús að hún er með geðveikt svalt, rautt hár.

Thursday, October 16, 2008

Hrós og gagnrýni

Það fer alveg æðislega í taugarnar á mér að fá hrós. Ég þoli ekki hrós.
Jújú, auðvitað líður manni vel í smátíma eftir á en hrós er álíka skammvinnur vermir og að pissa í skóinn sinn á köldum degi. Hrós er bara staðfesting á því að maður sé að gera góða hluti, og án þess að vilja hljóma egósentrísk, þá veit fólk alveg að það er gott í því sem það gerir akkúrat núna. Annars væri maður nú lítið að reyna eitthvað.
Gagnrýni hins vegar er eitthvað áþreifanlegt. Gagnrýni er ekki eitthvað innantómt gripið úr lausu lofti bara til að segja eitthvað. Það er ALLTAF hægt að gagnrýna. Ekkert er svo óaðfinnanlega fullkomið að maður geti ekki fundið eitthvað sem mætti betur fara eða missa sín.
Egóið mitt dansaði skottís í skýjunum í gærkvöldi, en þegar leið á kvöldið varð ég bara pirruð og fúl.
Ég held að of margir Graham-tímar hjá Andreasi hafi átt sitt að segja í þessari skoðun minni, hún er afskaplega Andreas-skotin.

Thursday, September 25, 2008

Flóki

Þegar ég fer alvarlega að hugsa út í það, þá get ég sameinað allt mitt álit á mannkyninu í hundinum mínum. Þetta er frekar undarleg tilviljun.

Hann situr pollrólegur og þykist ekkert vita þegar hann hefur augljóslega gert eitthvað af sér, hann vælir viðstöðulaust jafnvel þó ekkert ami að, hann á þak yfir höfuðið og nógan mat (reyndar e-r frekar ógirnilegar pillur sem ég öfunda hann ekkert sérstaklega af). Hann er sjálfselskur, eiginhagsmunaseggur og vælukjói. Ég gæti ekki ímyndað mér hann fórna sjálfum sér til að bjarga öðrum úr hættu.

En það er ómögulegt að hata hann þegar maður lítur í stóru og kjánalegu augun, greyið er svo tileygt að sýn hans á heiminn hlýtur að vera skelfileg. Maður finnur hjá sér óstjórnlega sterka þörf til að taka hann í fangið og hvísla huggunarorð í loðið eyrað.



-Ég elska samlíkingar



[Flóki á góðum degi]

Sunday, September 21, 2008

Endurvinnsluljóð

Fartækið sem sent var á milli


Frá fyrri tíð sátu framleiðendurnir við sama borð, hafnir yfir allan vafa, drógu ályktanir af málverkasýningu eftir sjónlausa listamenn

Steðjinn þeirra hafði ummyndast í fýlsunga sem spýtti hamri að logandi skýi. Þar blésu þó varla hagstæðari vindar

Mikilvægast var að missa ekki móðinn þó að á móti blési hvaðanæva að úr heiminum

Fyrst þyrftu þeir að vera tilbúnir til slíkra verka úr því sú ákvörðun var tekin að fara þaðan

Loftin voru rafyrtar tungur með raddbönd sem höfðu vakandi auga á þeim gríðarstóru

Síðan voru þau öll minnt á það með óþyrmilegum hætti




Samið uppúr tveimur tímaritagreinum, tveimur dagblaðaforsíðum og einni ljóðabók

Monday, September 8, 2008

This dog is awesome...



...hvað get ég sagt, undanfarið hef ég verið með dýr á heilanum. Of mikið gláp á Cute with Chris og ICanHasCheezburger.com held ég að valdi þessu ástandi.... hm....

Monday, August 25, 2008

hmmm....

Einhvern veginn held ég að verið sé að segja okkur að Danir séu búnir að fá sig fullsadda af djammþyrstum Íslendingum í Danmörku:




Rétt'upp hönd sem ber ábyrgð á þessu!

Wednesday, August 13, 2008

Þegar maður þjáist af einhyrningssótt.... (1/2)

...skal skoða eftirfarandi hluti á internetinu:



Stop Motion stuttmynd eftir sænska teiknarann Kristofer Ström



Önnur stuttmynd eftir Ström, unnið fyrir SVT (sænska sjónvarpið)



Fyrsti partur af verkinu "Smoke" eftir Mats Ek við tónlist Arvo Pärt. Dansarar eru Sylvie Guillem og Nicholas Ek



Gillian Murphy í hlutverki svarta svansins gerir hina margrómuðu 32 fouettés piruettes

Thursday, July 24, 2008

Sögz og myndz! Ungverjalandsferðin í hnotskurn

(ég vil byrja á að benda hversu ótrúlega fórnfús ég er að skrifa þetta blogg, góðmennskan uppmáluð alveg!)

-Eftirfarandi er tekið úr dagbókinni minni sem ég hélt úti, svo þarna gætu leynst ýmisskonar óþarfa upplýsingar fyrir utanaðkomandi...... en só vott...

Föstudagur 27. júní
Búdapest virtist fjarlægur draumur þar sem við strandaglóparnir (aka Bryndís og ég) sátum á Heathrow flugvelli. Icelandair seinkaði fluginu svo við misstum af tengifluginu til Búdapest. Eftir ótrúlegt streð, símtöl, væl og vesen tókst okkur að næla okkur í miða með kvöldfluginu. Að sjálfsögðu var því flugi líka seinkað og við lögðum ekki hausinn á koddann fyrr en 3 um nóttina, eftir nærri því 24 klst ferðalag. Og svo byrjaði þrælavinnan klukkan 9 morguninn eftir!

Drösluðumst í Mammút (mollið, athvarfið) að éta og svo beint í háttinn. Steinrotaðist um leið og ég lagðist útaf.

Laugardagur 28. júní
Alexanderstæknitími í dag. Mjög áhugaverð tækni. Hef áður farið í svona tíma en það var hóptími með áherslu á öndunaræfingar. Hérna var einn kennari á hvern nemanda svo maður fékk ítarlegri innsýn í tæknina. Skipst var á að vinna annars vegar með sitjandi stöðu og hins vegar liggjandi. Í sitjandi stöðu snerti kennarinn ýmis liðamót og rétti úr manni og reigði mann, án allra átaka þó. Höfuðið er aðaláherslan. Það stjórnar frá hvirflinum hvert er farið í allar áttir. Þannig getur maður einbeitt sér að sem bestri stöðu í hreyfingu. Í liggjandi stöðu hreyfði kennarinn hendur, fætur og höfuð. Það var fáránlega erfitt að gefa eftir og vera alveg máttlaus. Sofnaði svona 700 sinnum á meðan tímanum stóð, var svo uppgefin eftir daginn. Svekk

Fórum á Contact Improvisation festival í tilefni 36 ára afmælis contact improv í því formi sem það er í dag. Hátíðin kallaðist einfaldlega CI36. Áhugaverðasta atriðið var verk með fjórum dönsurum og þremur þroskaheftum mönnum, tveir af þeim bundnir við hjólastól. Virkilega frumleg og skemmtileg hugmynd að nota hreyfihamlaða í contactdansi. Seinni partur sýningarinnar fólst í því að allir sátu í hring (dansarar og áhorfendur) umhverfis sviðið og svo urðu til 36 einnar mínútu dansar þegar fólk gekk inn í hringinn og gerði það sem þau töldu vera contact improv. Það gekk heldur brösulega að fá Bryndísi til að koma með mér og dansa en það hafðist á endanum. Spiluðum út á íslenska upprunann og létum eins og apakettir. Skemmtilegt að segja frá því að við vorum fyrsta "atriðið" sem fékk lófatak í lokin! Egóbúst....

Mánudagur 30. júní

Takmark dagsins var að gera allt í floorworkinu og sofna ekki í Gyrokinesis tækni tíma. Hvorugt heppnaðist. Síðasti Gyrokinesis tíminn í dag, sem mér þótti mjög leiðinlegt því ég var loksins farin að ná hvernig þessi tækni á eftir að nýtast mér í dansinum. Eins með Alexanderstæknina. Takmark morgundagsins: Svolgra í mig vibbakaffið á hótelinu og gera allt í body conditioning.

Mikið er ég fegin að námskeiðið er haldið í öðru landi. Hér get ég labbað um á almannafæri lítandi út eins og skítur án þess að hitta nokkurn sem ég þekki. Ekki það að ég geri það ekki heima líka.

Þriðjudagur 1. júlí
Fór í dag að versla í Sansha (balletbúð). Keypti mér Grishko táskó sem ég er gjörsamlega fallin fyrir. Folkdans er yndislegt. Er samt komin með afskaplega undarlega marbletti á lærunum eftir klapp, slátt og stapp í tímunum. Þetta er samt svo ótrúlega skemmtilegt að nokkrir marblettir (sem minna meira á hræðilegan húðsjúkdóm en marbletti) eru alveg þess virði!

Hér í Ungverjalandi er maður sífellt blautur. Maður vaknar í svitabaði vegna hitans og sofnar með sturtublautt hárið. Þó ég drekki yfir 3 lítra af vökva á dag þarf ég samt aldrei að pissa því maður svitnar svo mikið. Geðveikt heitt, ég veit. Fór í ömurlegt nudd hjá konu sem hefur álíka mikinn mátt í höndunum og lamaður simpansi. Náði að gera flest í body conditioning þrátt fyrir ljóta verkinn minn í rifbeinunum. Vei fyrir mér!

Miðvikudagur 2. júlí
Fórum á magnaða þjóðdansasýningu! Karldansarnir voru miklu skemmtilegri en þeir sem kvenmennirnir fengu að dansa. Síðasti þjóðdansatíminn búinn, svekkjandi því ég var loksins farin að ná sporunum.

Fimmtudagur 3. júlí
László var í stuði í dag. Hann var með ýmsar nýstárlegar aðferðir við að útskýra hlutina fyrir okkur. Til dæmis lyfti hann Ceciliu upp á axlirnar á Karli til að sýna hvað gerist ef Karl hallar sér of mikið aftur í fondu. Hún dettur. Nema László greip hana. Svo til að útskýra hvernig maður spottar í piruette þá lét hann mig bíta í bolinn sinn og hrista hausinn eins og hundur að drepa leikfang (eða annað dýr).

Kaffið í morgunmatnum bragðast eins og einhver hafi tekið lambaspörð, hellt sjóðandi vatni yfir og sett í bolla. Viðurstyggilegt drullukaffi. Nú fer ég og fæ mér úrvals Nescafé í GRoby (Bónus Búdapest)

Föstudagur 4. júlí
Síðasti contact tíminn í dag. Vorum með contact jam þar sem við áttum að nota það helsta sem við höfðum lært í tímunum til að spinna eitthvað. Mér fannst það geðveikt. Væri alveg til í standa fyrir svona contact jammi heima. Veit samt ekki hvort contact líkist meira slagsmálum eða ástaratlotum. Sitt lítið af hverju kannski.

Laugardagur 5. júlí
Sushi. Gott. Om nom nom nom.
Pizza. Gott. Om nom nom nom.
Sofa. Gott. Zzzzzzzzzzz

Sunnudagur 6. júlí
László svaf yfir sig í morgun svo það var ekkert floorwork. Ágætis frí frá bæði floorwork og pilates. Get ekki beðið eftir morgundeginum.
László á afmæli í dag. Harðneitar því í hvert sinn sem við spyrjum en við höfum áreiðanlegar heimildir (Ágnes, mohoho...) Keyptum köku á McDónalds og héldum surprise afmælisveislu í fundarherberginu á hótelinu. "Fundarherbergið" er afar undarlega innréttð. Veggirnir eru þaktir speglum og rauðum blikkljósum og svo hangir diskókúla úr loftinu. Gerðum dauðaleit að súlunni en fundum hana ekki.

Mánudagur 7. júlí (frídagurinn)
Ferðin til Balaton var æði. Einmitt afslöppunin sem ég þurfti. Lékum okkur eins krakkar í vatninu. Ellen, Karl og Johan voru með sirkustilraunir hægri vinstri sem var mjög skemmtilegt að fylgjast með.
Spurði László hvað hann héldi að væri að mér í rifbeinunum þar sem íbúfenóverdósin hennar mömmu voru ekki að virka. Hann nefndi tvennt. Annað hvort væri þetta vöðvi sem fests hefði milli rifbeinanna eða loft sem væri fast þar og ég þyrfti bara að bíða eftir að þetta poppaði út. Kósí!

Þriðjudagur 8. júlí
Það er út í hött hversu mikið maður hefur styrkst síðan ég kom. Svitnaði sama og ekkert í pilates tímanum og floorwork æfingarnar voru skyndilega pís off keik.
Mig langar í gælumink. Sá konu með einn í bandi í dag. Hann var sætur.

Miðvikudagur 9. júlí
Þreyttur í hausnum og heilinn vill ekki taka við meiri upplýsingum. Tábergið, hásinarnar og kálfarnir vilja heldur ekki virka og þverneita að gera það ég ætlast til af þeim.
László hélt magnaða hvatningarræðu. Hann taldi upp nokkra sem honum þótti hafa gefist upp andlega, þ.e.a.s. gerðu allt nákvæmlega eins og þeim var sagt að gera en ekkert meira en það. Hann vildi hvetja okkur til að halda áfram að vinna eins og við höfðum gert í upphafi námskeiðisins og ýta okkur áfram eins langt og mögulegt var. Þessi ræða var einmitt það sem þreytti heilinn minn þurfti á að halda, þó ég hafi ekki verið ein af þeim sem hann taldi upp. Mér þykir svo vænt um László. Ég hálfpartin kvíði fyrir að fara og vita ekki hvenær ég fái að sjá hann aftur!

Fimmtudagur 10. júlí
Vaknaði, staðráðin í því að ég skyldi standa mig vel. Heppin að þvi leyti að ég valdi dag með án Pilates! Fannst mér ég standa mig ágætlega í floorworkinu. Nóra hrósaði mér fyrir orkuna í ballettímanum og Andrea fyrir að muna repertoire-ið. Dóra sáttur. Get samt gert betur í báðu. Á morgun skal ég rústa þessu í drasl....

Föstudagur 11. júlí
Fórum í fyrsta Graham tímann í dag. Guð minn góður hvað ég er komin úr öllu Graham formi. En Kati (G-kennari) er ótrúleg. Hún rétt nær mér upp að höku en þegar hún gerir æfingarnar á gólfinu er eins og hún lengist um helming. Alveg hreint mögnuð kona. Hún útskýrir hlutina svo vel og nákvæmlega. Af hverju hlutirnir eru svona og svona og hvað við eigum að hugsa til að ná þeim réttum. Eins og hvernig contraction líkist japönsku harakiri sjálfsmorðsaðferðinni.



og allir síðustu dagarnir eru eins. Hversu mikið mér var illt í hásinunum, að ég gæti ekkert á táskónum og ýmsar misgáfulegar pælingar.


-myndir seinna þegar Picasa hagar sér ekki eins og drulla!

Sunday, July 20, 2008

Lo!

Heim - ég - núna

Sögz þegar ég verð með meðvitund

kthnxbai

Thursday, June 19, 2008

Tuesday, June 3, 2008

Gleði, ást og hamingja! vol. 2

*Lalalalalalalalalalalala*

Það er verið að reka bróður minn úr landi

*Lalalalallalalalalalalallala*

Án djóks

*Lalalalalalalalalalalalalalala*

Gleði, ást og hamingja jáveijáveivei

*Lalalalallalalalalalalalallalal*

Friday, May 23, 2008

Gleðigjafi

Mér barst ansi skemmtilegt bréf í dag. Hafði reyndar sorgarfréttir að færa en kom svo á óvart að ég hef legið í hláturskasti síðasta hálftímann. Bréfið er á þessa leið, orðrétt með öllum stafsetninga- og málfræðivillum:


frú Halldóra Kristín Eldjárn
Einarsnes 54
101 Reykjavík
Gullbringusýsla
Suðurland
Vinstri partinum af Íslandi
Ísland
Norðurlöndunum
Evrópu
Heiminum
Geiminum
ALLT

(ég tek fram að bréfið er allt skrifað með spegilskrift)

Kæra Halldóra.
Það er okkur mikill heiður að tilkynna þér (með speglaskrift, svona ef þú skildir ekki hafa tekið eftir því!) að þú hefur EKKI fengið inngöngu í galdraskóla. Þú ert því miður bara venjuleg stelpa. Við vonum að þessi niðurstaða hryggi þig ekki mikið (bara smá kannski?) og valdi þér ekki sálarkvöl. Við vonum að þú gerir bara það besta úr þessu og verðir góð manneskja þó þú getir ekki galdrað (svekk!)
Þú ert ágæt, alveg hreint ágæt!
Kær kveðja,

Dumbledor (
yfirstrikað) Gay Wizard 69

Needless to say þá er ég að farast úr forvitni núna.

Vakti reyndar upp sárar bernskuminningar. Ellefu ára afmælisdagurinn minn leið og ég var miður mín yfir því að hafa ekki borist bréf með boði um skólagöngu í Hogwarts, sent með uglu.
Ég hefði orðið fyrirtaks norn....

Æfing á eftir
Balletpróf á eftir
tjiiiiiiiiiill......

Monday, May 19, 2008

Skrímslabörn

Ég er búin að þræða í gegnum hverja myndasíðuna á fætur annarri að leita að myndum af vorsýningunni. Foreldrar mínir mættu myndavélalausir og fá skömm í hattinn fyrir vikið. Google hefur reyndar reynst mér traustur bakhjarl og er ég þá "officially" orðin ein af "Google-stalkerum" internetsins. Hér má sjá afrakstur erfiði míns:









Þið finnið höfunda myndanna með því að googla "Balletsýning vor 2008"
Góða skemmtun!



E.S.
Og þar sem ég er í balletstuði þá er hér myndband:


Ivan Vasiliev, sjúklega heitur gaur, að dansa hlutverk Gullna Skurðgoðsins úr "La Bayadére". Og já, hann er 18 ára...

Tuesday, May 13, 2008

Andvaka

Allt í lagi!

Ég gefst upp!

Hvers vegna er haldið upp á hvítasunnu?

Saturday, May 10, 2008

Ich bildete Sushi!

Hér má sjá afraksturinn:



Þetta var reyndar ekki jafn erfitt og ég var búin að ímynda mér. Þetta eru kannski ekki glæsilegustu makizushi-bitar í heiminum og alvöru sushi-chefs (itamae) myndu væntanlega fórna höndum og fara að skæla ef þeir sæju hversu ónákvæm miðjan á bitunum er, en þetta bragðaðist ágætlega, þó ég segi sjálf frá!









* * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * *
Annars er ládeyða hjá mér í augnablikinu. Gúrkutíð. Ætli ég leggist ekki bráðum svo lágt að skálda upp krassandi sögur úr mínu viðburðaríka lífi?

Sýningunni og öllum æfingum fyrir hana lokið og enginn ballet fyrr en á þriðjudaginn í næstu viku.
Sýningin gekk prýðilega. Okkur tókst loksins að dansa í gegnum "Thriller" snuðrulaust í fyrsta skipti á generalprufunni, degi fyrir sýninguna. Betra seint en aldrei, er það ekki?
Ég gargaði úr mér lungun og er enn að jafna mig í hálsinum. Allt fyrir listina?
Cunningham heppnaðist einnig ágætlega, ég hélt jafnvægi allavega bróðurpartinn af dansinum.
Mér fannst samt skemmtilegast í Jólakúlunni. Það er ekkert sem jafnast á við það að dansa í tutu
og með jafn litríka grímu í þokkabót. Ég veit ekki hvað það er, svo sannarlega ekki þægindin því ég gat naumast dregið andann þegar búið var að krækja honum saman í bakið, en manni líður svo glæsilega og allar hreyfingar verða þokkafyllri fyrir vikið. Ristarnar strekkjast meira, fæturnir lengjast og hækka og brosið breikkar. Ég skælbrosti, held ég, allan tímann og hugsaði ekkert út í skerandi sársaukann vegna táskónna og þeirri staðreynd að ég hafði varla andað allan tímann sem ég dansaði fyrr en ég var komin aftur baksviðs.

Ég er samt þakklát fyrir að þurfa ekki að klæðast tutu oftar en ég geri. Það myndi enda með ósköpum.




Myndin er af Hildi Björk, Sykurplómudís, sem dansaði sólóinn sinn eins og hetja þrátt fyrir að geta varla stigið í fótinn. Hún missteig sig illa á generalprufunni og hann bólgnaði upp og leit frekar skuggalega út. En maður lætur að sjálfsögðu ekki svona smáatriði slá sig út af laginu.

Myndinni er stolið héðan

Saturday, April 26, 2008

Steríótýpur

Í dag, þegar ég hafði ekkert betra að gera meðan ég beið eftir næstu æfingu, fór ég að hugsa um steríótýpur. Ef ég ætti kost á því að vera steríótýpa (myndi varla segja að ég væri nú þegar ein, eða hvað?) myndi ég vilja vera ein af eftirfarandi:

Rithöfundurinn með úfið, ógreitt hárið, keðjureykjandi, pikkandi á ritvélina á milli þess sem hann rífur blaðsíður úr ritvélinni, gengur um í hringi í litlu, myrkvuðu herberginu og les upphátt textann. Kinkar annaðhvort sáttur kolli, brosir út í annað og kveikir sér í nýrri sígarettu eða kuðlar blaðinu saman, kastar í ruslakörfuna, rennir lófunum gegnum hárið og dæsir.

Brjálaði vísindamaðurinn sem hagræðir gleraugunum á nefinu, lyftir upp karöflu með grænum vökva og horfir á hana um stund. Tekur síðan upp aðra minni karöflu og byrjar skvetta úr henni í þá fyrri. Mikil sprenging og reykurinn gýs upp. Vísindamaðurinn lyftir upp karöflunni með báðum höndum og hlær illyrmislega.

Yfirkokkurinn sem gengur um eldhúsið, yfirlætislegur á svip, dýfir af og til smökkunarskeið í hina og þessa sósuna á meðan hinir kokkarnir bíða með öndina í hálsinum eftir dóminum. “Of sölt!”, “Of þunn!”, “Of soðin!” Kann að bera fram nöfn allra réttanna á lýtalausri frönsku og er sérfræðingur í eftirréttum á borð við soufflé og crémé brulée.

Stjórnleysinginn sem gefur skít í allt sem kemur honum ekki við og neitar að beygja sig undir hvers konar vald. Stendur fyrir háværum mótmælum gegn yfirvaldinu og óréttlætinu. Skiptir engu máli hverju hann klæðist, bara því sem honum áskotnast á hverjum stað. Engin plön fyrir framtíðina, eina sem skiptir máli er að vera frjáls undan oki yfirvaldsins.

Vínsmakkarinn sem ber korktappann úr flöskunni að nefinu og þefar hugsi á svipinn, hellir smá slurk í glas, lyftir glasinu gætilega til að skoða hvort vínið hafi réttan lit. Fær sér síðan lítinn sopa af víninu og veltir því um í munninum. Kinkar kolli til samþykkis eða fitjar upp á nefið með vanþóknunarsvip.


-sweet

Annars fór ég í tvær verslanir í dag og verslaði. Sem er óvenjulegt þar sem ég kaupi mér venjulega aldrei neitt.
Í Pennanum fann ég tvær bækur; Eitur fyrir byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl og Af ljóðum, ritstýrt af fyrrnefnum Eiríki. Líst mér ansi vel á báðar bækurnar og hlakka til lestursins.
Ætla samt fyrst að klára Glerhjálminn. Sú bók kom mér bæði á óvart og ég er ekki frá því að ég hafi orðið fyrir smá vonbrigðum (svona það sem af er bókinni).
Ég býst alltaf við of miklu af frægum bókmenntum, ætti kannski að halda mig bara við Andrés Önd, hann veldur mér aldrei vonbrigðum!

Svo lá leið mín í Skífuna, þar sem ég átti fimmþúsund króna inneign. Valið stóð lengi á milli Swan Lake - Tchaikovsky og Kind of Blue - Miles Davies.

Þangað til að ég rak augun í þessa snilld:



War of the Worlds: Tónlistin úr söngleiknum eftir Jeff Wayne. Alveg gúrkulega skemmtilegur diskur.

Svo hlustaði ég á Svanavatnið alla leiðina heim og þóttist vera Dmitry Yablonsky, sveiflaði höndunum án afláts og blístraði með.

Ég verð komin með sinaskeiðabólgu í fyrramálið.

Wednesday, April 23, 2008

Gleði, ást og hamingja!

Jafnvel þó ég eigi enn eftir æfingu í Borgarleikhúsinu, Sýninguna með stóru S-i, balletpróf, táskópróf og öll skólaprófin, þau eru reyndar bara þrjú talsins, þá gæti ég ekki verið fegnari núna.

Í gær kláraði ég Cunningham prófið og gekk, að ég held, bara ágætlega. Eftir að hafa legið í leti allan sunnudaginn rann upp fyrir mér um kvöldið að ég kunni í rauninni alls ekki æfingarnar og fékk létt panikkkast.
Því miður þjáist ég af hinum ógurlega "þetta-reddast" - sjúkdómi sem gerir mig kærulausa fram úr öllu hófi þegar ég ætti að vera að gera eitthvað af viti.

Ónytjungur

En prófið fór þó vel. Komst að því að ég mundi flestallar æfingarnar og klúðraði engu meiriháttar. Susönnu Cunningham-kennara tókst að létta lundina svo um munaði á meðan prófinu stóð. Brosti og kinkaði kolli án afláts.

Svo lauk ég loksins við kóreógrafíu-prófið í kvöld. Ég er búin að kvíða þessum degi í margar vikur núna. Og "þetta-reddast" - syndrómið kikkaði ekki inn fyrr en ég var byrjuð að dansa fyrir framan alla kennarana mína og prófdómara frá Laban í London. Ég var skjálfandi á beinunum, með æluna upp í kok og þurfti stöðugt að fara á klósettið fram að því.
Svo þegar út varið komið fékk ég það almesta spennufall sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Ég hélt ég væri að fá aðsvif og gat varla labbað beint.

Þrátt fyrir að hafa klúðrað spurningunum eilítið held ég að mér hafi bara gengið ágætlega.
Mér fannst bara svo óþægilegt að svara spurningum og verja verkið mitt þar sem ég hafði í rauninni ekki hugmynd um hvað það var.
Reyndar var grunnhugmyndin sú að nota gallana mína í dansinn. Ódauðlegar setningar á borð við "Halldora, where are your arms?!?" og "Halldora, the focus of the eyes, where is it?!" dynja á mér í næstum því hverjum tíma, bæði kóreógrafíu og í tæknitímum. Sem varð til þess að ég kallaði verkið "Fyrir hendur mínar og augu/For my arms and eyes." Sú hugmynd virtist vera að falla í kramið og ég hélt virkilega að ég hefði "púllað þetta af." Þangað til að Andreas spurði mig um tónlistina sem ég notaði (Nanou2 með Aphex Twin af Druqks, yndislega yfirvegað lag). Í fyrsta lagi þá skildi ég ekki spurninguna en byrjaði samt sem áður að babla. Ég þurfti því að hætta í miðju kafi og hreinlega spyrja hvað hann meinti. Held samt að ég hafi náð að tala mig út úr þessu viðtali.

-Fjúff



Þá hefst enn eitt tímabilið þar sem ég hef ekki tíma til að vera til

jáveijágleðiástoghamingja!

Sunday, April 20, 2008

Geisla-Virkt!




Hvað get ég sagt? Flóki er skæður og mun ætíð vera skæður.....

-svo passið ykkur!

Saturday, April 19, 2008

Heimsendaspámaðurinn

Þetta er sögz, vesgú, kthnxbai:



Staðsetningin

Ég stend úti við gangstéttarbrúnina með skiltið mitt og horfi hugsi á máv sem situr makindalegur á ljósastaur handan við götuna. Hann horfir græðgislega á brauðpoka sem ung kona með nokkur börn heldur á. Hann bíður færis og um leið og konan kastar brauðsneiðinni hendist mávurinn af stað á eftir henni. Hann þarf samt að etja kappi við tvo fugla viðbót í baráttunni um brauðsneiðina áður en hann nær að næla sér í hana. Hann flýgur aftur að ljósastaurnum þegar hann hefur lokið sér af, ánægður með sjálfan sig.

Himininn er grámóskulegur og skýin hanga dimm og drungaleg, það fer áreiðanlega að rigna þá og þegar.

Eldri kona gengur framhjá mér með lítinn dreng í eftirdragi. Konan virðir mig ekki viðlits, hefur örugglega ekki einu sinni tekið eftir mér, en drengurinn starir stóreygur og er við það að opna munninn en áður en nokkurt orð sleppur út fyrir varirnar áttar konan sig á hvað er að gerast, grípur hann í fangið og hraðar sér á brott. Við drengurinn horfumst í augu þangað til að þau hverfa úr augsýn. Ég sný mér aftur að götunni og gríp fastar um skiltið mitt.

Skiltið

Skiltið mitt er í sannleika sagt heldur tilkomulítið, fátæklegt á að líta, svona við fyrstu sýn. Það er ekkert sérstaklega stórt en fer vel í hendi. Einhvern tímann var það fagurrautt en tímans rás hefur liturinn dofnað og er í dag meira í ætt við grábrúnan heldur en rauðan. Það er líka heldur veðurbarið og brotnað hefur upp úr því á nokkrum stöðum sem gerir textann illskiljanlegan öllum öðrum en mér. Mér þykir samt óendanlega vænt um það og ég myndi ekki skipta á því og neinu öðru skilti í heiminum. Við skiltið höfum verið samferða um þó nokkurt skeið núna. Hvenær og hvernig leiðir okkar lágu fyrst saman er ég búinn að gleyma, mér finnst jafnvel stundum að það hafi alltaf verið við hlið mér, staðfast, mér til halds og trausts. Og muni alltaf verða mér við hlið, alveg þar til yfir lýkur.

Hann

Á nóttunni gefst enginn tími til svefns. Þegar ég lít til baka þá man ég eiginlega ekki hvenær ég festi svefn síðast. Á nóttunni er það sem ég geri mér sífellt betur grein fyrir því ég er varla eins og fólk er flest. Á nóttunni fyllist hugurinn af honum. Á nóttunni tekur hann yfir og hugurinn er ekki lengur minn eigin, ég verð aðeins auðmjúkur áhorfandi. Til að byrja með var erfitt að sætta sig við að vera ekki við stjórnvölinn, að leyfa einhverjum öðrum að taka við og hafa enga stjórn á hugsunum sem þjóta framhjá, bakvið augun í mér. En með tímanum dofnar stoltið enda stenst ég hann ekki og máttinn sem hann býr yfir.

Upplifunin

Ég gæti lýst því sem þannig að mér sé stungið í samband við hið óendanlega. En einhvern veginn verða öll orð of máttlaus til að lýsa þessari upplifun, ólýsanleg. Hann leyfir mér að sjá þá hluti sem eru öðrum huldir. Myndir og hljóð þjóta framhjá, birtast hver á fætur annarri og hverfa aftur jafnskjótt og þær birtust. Svona gengur það uns dagur rennur. Og enn á ný er ég sannfærður um að ég sé að þjóna mínum tilgangi. Ég er að gera réttan hlut og sá hlutur er mikilvægur partur af tilverunni.

Samastaðurinn

Ég á lítinn samastað á risinu í gömlu, yfirgefnu skrifstofuhúsnæði. Herbergiskytran mín er lítil, myrk og fúkkalyktin hefur tekið sér varanlega bólfestu í veggjunum og húsgögnunum. Einstaka sinnum sleppur einn og einn sólargeisli inn um lítinn gluggaræfil en ég er ekkert að fárast yfir því.

Endirinn

Af og til stend ég mig að því að efast. Ég stari út í tómið og efast, mannlegur. Ég vil ekki vera mannlegur. Ég vil líkjast honum, hafinn yfir allt og alla. Algjörlega óháður veröldinni. En á sama tíma er veröldin háð manni, þarfnast manns jafn innilega og maður sjálfur þarfnast einskis frá veröldinni. En þegar öllu er á botninn hvolft er í raun tilgangslaust að efast. Heimsendir er í nánd.



-kaflaskiptingar eru bara afsakanir svo maður geti byrjað samhengislaust á nýjum stað!

Friday, April 18, 2008

Fallin

aaaaaarrggh..... neeeeiii.... get ekki...... slitið mig..... frá tölvunni....

......
......
.........verð......að......spila.........MINESWEEPER!

Sunday, April 13, 2008

Heimildarmyndir

Ég lifi fyrir heimildarmyndir og -þætti!

Ég er að horfa á mjög áhugaverða mynd um sögu Ballet Russes. Hef reyndar séð hana áður en mér fannst hún svo æðisleg að ég hoppaði hæð mína af kátínu þegar ég sá að einhver hafði komið henni inn á youtube. Eini gallinn er að hún er frekar löng og þar af leiðandi í 12 hlutum. En ætli maður leggi ekki það á sig bara til að sjá myndina?

- Fyrsti hluti af tólf fyrir áhugasama!

Ég var að átta mig á því að þetta er fyrsti dagurinn í tvær vikur sem ég er ekki á æfingu.
Gerði reyndar heiðarlega tilraun til þess í morgun, Guðbjörg hafði boðað okkur á aukaæfingu kl. 11 um morguninn.

Guðbjörg er afskaplega góðhjörtuð manneskja. Hún ber hag allra fyrir brjósti og vill að öllum líði vel en á meðan ýtir hún manni áfram og leyfir engum að gefast upp.

Ég ímynda mér að þetta hafi hún hugsað í morgun:

"Hmmm, ég er nú búin að vera svolítið hörð við stelpurnar undanfarnar daga. Ætli ég leyfi þeim ekki bara að eiga frí í dag?"

Málið var að henni láðist að segja nokkrum manni frá því....

Rekkjusvínið ætlar að halla sér

Saturday, April 12, 2008

Ég fékk líka að vera í útvarpinu

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4358801

Þarna fékk ég tækifæri á að blaðra í smástund um dans. Vei!

Monday, April 7, 2008

Lyklar

Þegar ég hugsa um það verð ég alltaf hrifnari og hrifnari af lyklum. Þeir eru einfaldlega svo heillandi. Svo fallegir á að líta en þjóna jafnframt mikilvægum tilgangi. Að passa upp á dótið mitt. Mitt mitt mitt mitt. Því fleiri lyklar sem hanga á lyklakippunni, því mikilvægari og valdameiri er maður. Jaa, svona í flestum tilfellum (mín lyklakippa samanstendur af húslyklum, hjólalásalykli, lyklum að Subway Hringbraut og Tannlæknastofunni Vegmúla 2).

Um daginn tók ég til í herberginu mínu og rakst þar á tvo lykla sem ég get ómögulega munað að hverju ganga. Þeir líta út fyrir að vera húslyklar en ég er búin að ganga úr skugga um að þeir eru ekki frá mér komnir.

Eina vitið væri að sjálfsögðu að henda þeim beint í ruslapokann, enda lítið hægt að gera við lykla sem hafa misst tilgang sinn. Ég vó þá í lófanum og starði á þá. Einhvern veginn fékk ég það ekki af mér að henda þeim. Ég panikkaði. Hvað ef ég myndi allt í einu að hverju þeir gengu og ég þyrfti nauðsynlega að nota þá? Þá væri ég sko í vondum málum.

Lyklarnir liggja enn óhreyfðir í bókahillunni minni.

* * * * * * * * * * * * * * * *


Allt í einu langaði mig í annað gæludýr...

Sunday, April 6, 2008

Sunnudagurinn 6. apríl 2008

Þá bætist við enn ein afsökunin sem ég hef fyrir því að þurfa ekki að gera hluti sem ég ætti í rauninni að hespa af.
Illu er best skotið á frest. Með tilheyrandi panikk- og vonleysisköstum. Éraðfílaða.


Og hvað gerir maður þegar dagarnir eru óhugnalega mónótónískir og manni finnst varla tími laus til að vera til?

Jú, maður notar tímann sem fer venjulega í að manna mann upp í að gera eitthvað af viti (í mínu tilfelli allavega, ég eyði meiri tíma í að sannfæra mig að koma mér að verki en að vinna verkið sjálft) í að lesa.

Sjálf er ég búin að lesa yfir mig það sem af er árinu og er orðin alveg óvenjulega rugluð í toppstykkinu. Þá sérstaklega af því mig dreymir alltaf atriði úr bókunum sem ég síðan rugla saman við raunveruleikann og allt er komið í kakó í hausnum á mér.

* * * * * * * * *

Fyrir ekki svo löngu pakkaði systir mín familíunni sinni niður í ferðatösku og fluttist búferlum til Spánar (flipp). Reyndar verða þau bara fjarverandi í 3 mánuði en þar sem Margrét er eina systkini mitt sem ég hef ekki lent í slagsmálum við er skiljanlegt að ég sakni þeirra.
Svo var það í 75 ára afmæli afa míns sem við fórum að ræða saman um þessa flutninga. Afi sagði okkur frá símtali sem hann átti við Þórð og Grím (MögguogHallasynir). Hann minntist eitthvað á að hann væri nú farinn að sakna þeirra og gauragangsins í þeim. Þá segir Þórður: "Sko, afi minn. Þú kaupir þér bara Skype og talar við okkur í gegnum það. Þá þarftu ekkert að sakna okkar!"

Jájá

Söknuður er bara ekki til lengur.

Jónas byltir sér í gröf sinni.

Í framtíðinni munu hámenntaðir prófessorar og fyrirlesarar ræða um þessa útdauðu tilfinningu, söknuð. Á meðan þeir tala um hina fornu tíma og áhrifin sem söknuður hafði á samfélagið munu nemendur dotta í tímum og þess á milli klóra sér í kollinum, óánægðir með að þurfa læra eitthvað sem þeir geta ekki fundið til eða skilið.

- og fyrst ég er í bjartsýniskasti get ég líka minnst á kreppuna, alnæmi, vatnsskort, gróðurhúsaáhrif og síhækkandi bensínverð -

* * * * * * * * * *

















Skítt með Skype! Saknisaknisaknisakn....

(Myndin er fengin að láni frá Halla )