Jafnvel þó ég eigi enn eftir æfingu í Borgarleikhúsinu, Sýninguna með stóru S-i, balletpróf, táskópróf og öll skólaprófin, þau eru reyndar bara þrjú talsins, þá gæti ég ekki verið fegnari núna.
Í gær kláraði ég Cunningham prófið og gekk, að ég held, bara ágætlega. Eftir að hafa legið í leti allan sunnudaginn rann upp fyrir mér um kvöldið að ég kunni í rauninni alls ekki æfingarnar og fékk létt panikkkast.
Því miður þjáist ég af hinum ógurlega "þetta-reddast" - sjúkdómi sem gerir mig kærulausa fram úr öllu hófi þegar ég ætti að vera að gera eitthvað af viti.
Ónytjungur
En prófið fór þó vel. Komst að því að ég mundi flestallar æfingarnar og klúðraði engu meiriháttar. Susönnu Cunningham-kennara tókst að létta lundina svo um munaði á meðan prófinu stóð. Brosti og kinkaði kolli án afláts.
Svo lauk ég loksins við kóreógrafíu-prófið í kvöld. Ég er búin að kvíða þessum degi í margar vikur núna. Og "þetta-reddast" - syndrómið kikkaði ekki inn fyrr en ég var byrjuð að dansa fyrir framan alla kennarana mína og prófdómara frá Laban í London. Ég var skjálfandi á beinunum, með æluna upp í kok og þurfti stöðugt að fara á klósettið fram að því.
Svo þegar út varið komið fékk ég það almesta spennufall sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Ég hélt ég væri að fá aðsvif og gat varla labbað beint.
Þrátt fyrir að hafa klúðrað spurningunum eilítið held ég að mér hafi bara gengið ágætlega.
Mér fannst bara svo óþægilegt að svara spurningum og verja verkið mitt þar sem ég hafði í rauninni ekki hugmynd um hvað það var.
Reyndar var grunnhugmyndin sú að nota gallana mína í dansinn. Ódauðlegar setningar á borð við "Halldora, where are your arms?!?" og "Halldora, the focus of the eyes, where is it?!" dynja á mér í næstum því hverjum tíma, bæði kóreógrafíu og í tæknitímum. Sem varð til þess að ég kallaði verkið "Fyrir hendur mínar og augu/For my arms and eyes." Sú hugmynd virtist vera að falla í kramið og ég hélt virkilega að ég hefði "púllað þetta af." Þangað til að Andreas spurði mig um tónlistina sem ég notaði (Nanou2 með Aphex Twin af Druqks, yndislega yfirvegað lag). Í fyrsta lagi þá skildi ég ekki spurninguna en byrjaði samt sem áður að babla. Ég þurfti því að hætta í miðju kafi og hreinlega spyrja hvað hann meinti. Held samt að ég hafi náð að tala mig út úr þessu viðtali.
-Fjúff
Þá hefst enn eitt tímabilið þar sem ég hef ekki tíma til að vera til
jáveijágleðiástoghamingja!
Wednesday, April 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

2 comments:
Ótrúlega skemmtileg síða Dóra !!!
Til hamingju með áfangann og gangi þér vel í prófunum sem framundan eru...
Kveðja frá sandormunum í Sitges
Mér finnst Flóki flottastur !!
kveðja, Grímur
Post a Comment