Wednesday, December 31, 2008

Halldóra syndir með straumnum

Ég elska strauminn og ef straumurinn gerir áramótablogg, þá fylgi ég með... hiklaust.... nom

Mars Volta ferðin í febrúar trónir að sjálfsögðu efst. Tónleikarnir voru ólýsanlegir og engin orð fá lýst hamingju minni að hafa hitt sjálfa hljómsveitina (og drekka bjórinn þeirra). Cedric ólýsanlega krúttlegur með villtasta hár sem ég hef séð, trommuleikarinn sem talaði og talaði án afláts og við ingibjörg skildum ekki bofs, Omar sem var of upptekinn að reyna við einhverja gellu en var samt mega krúttlegur líka, tour managerinn sem gat aldrei munað hvað hét en hló mér til samlætis að Chuck Norris-facts. Hins vegar verð ég að kallast ólýsanlega vitlaus að hafa ekki þegið boð um að fara með þeim til Berlínar um nóttina.



Mexibar bætti þetta samt smá upp með fallegustu Strawberry Daiquiris í geimi. Og máltíðin á Hereford, allir fengu sér steik nema ég sem nomaði fisk. Besti lax sem ég hef smakkað. Om nom.

Ungverjalandsferðin kemur næst á eftir Mars Volta í awesomeheitum. Það var svo yndislegt að hitta alla aftur; László, Ágnes, Tibor, Nóra, Adam og Vladka voru frábær að vanda og nýju kennararnir voru ekki síðri. Þá sérstaklega Ákos sem kenndi contact improvisation, hann var brjálæðislega fyndinn karakter.





Lautartúrinn okkar Lindu á Austurvelli er frekar eftirminnilegur. Eftir að hafa losað okkur við breska 30 ára hvalaskolunargæjann (hans orð, hvalaskolun) á KB, skunduðum við í 10-11 og keyptum okkur salatbar. Settumst síðan niður eins og almennilegir rónar á Austurvelli og hreyttum ókvæðisorðum í útlendinga, klukkan svona 3 um nótt. Svo reiddi Linda mig á hjólinu mínu heim. I bicycle on the wild side

Balletinn sparkaði rækilega í rassinn á mér í byrjun árs. Vorsýning Klassíska Listdansskólans gekk. Gekk. Þrátt fyrir blóð, svita og tár (og fullt af frústrerasjón yfir besta dansvini mínum) var þetta ekkert svo slæmt. Mér tókst að brosa mig í gegnum Jólakúluna og Blómavalsinn og hinn afar pínlega Thriller.
Dansferðin að Eiðum var hins vegar ótrúlega skemmtileg. Þrátt fyrir að niðurlægja sig smávegis með að endurtaka Thriller og bíða heillengi eftir sveittum pítsum, var þetta virkilega velheppnuð ferð! Afgangskampavín og sauna, það bregst seint.





Danshópurinn Þreifandis var sætur og krúttlegur, bæði á 17. júní og á menningarnótt.



....og verður vonandi virkari í Skapandi Sumarstörfum næsta sumar? Vei?

L.Ung.A. reyndist líka hin skemmtilegasta för. Ég, Hildur, Ingibjörg og Alexander tróðum okkur í litla bláa bílinn hennar mömmu (Hommalestin! Tút Tút!) og keyrðum austur. Ég man sérstaklega eftir þegar ég fór, einhverra hluta vegna, í massíva fýlu og stóð ein með teppið mitt og hlustaði á Trentemöller. Svo fór ég að sofa, í sama herbergi og Morðingjarnir sem reyndust bara vera ósköp saklausir.




Elsku elsku sæti Kiriakos hafði þó líkast til mest áhrif á mig á þessu ári. Eins og ég fyrirleit manninn fyrst þegar ég hitti gæti ég ekki verið honum þakklátari í dag. Hann var svo sannarlega mitt uppáhalds ("Ladies! Ladies!"), góður félagi og enn betri kennari. Ég man sérstaklega þegar ég fór að hágráta í lok tímans og þegar ég kom seinna til hans að biðjast afsökunar þá knúsaði hann mig bara.



Og svo framvegis og framvegis og endalaust áfram. Árið 2008 var bara ágætis ár, á heildina litið, þrátt fyrir nokkra svarta bletti hér og þar.

Ég tók ekki þátt í kreppustressi, hætti í ljóta, leiðinlega skólanum og lofa upp á tíu fingur að snúa ekki aftur á vitlausraspítalann. (eheheheh...)

Ég er ákaflega þakklát fyrir ömmu mína. Hún var fædd 24. nóvember 1923 og lést 21. desember síðastliðinn. Hún var yndisleg manneskja í alla staði og mér fyrirmynd í lífinu. Ég sakna hennar mikið en er um leið glöð yfir að hún fékk að fara eftir erfið veikindi. Að vera alnafna hennar þykir mér mjög merkilegt og mikill heiður að heita í höfuðið á slíkri afbragðskonu!



Sjáumst á nýja árinu, ég lofa að vera ekki í fýlu! (okei, djók ... talandi um að lofa upp í ermina á sér!)

9 comments:

Heba Eir said...

fáránlega epísks skrif.
ég er sammála þér með næstum allt.þ.e.a.s. allt það sem ég upplifði með þér! Við verðum í skapandi í sumar Dóra mín og þetta verður ofsa gott ár! Graham! Attack!

-sendi andreasi mail og sagði honum að við tökum ekki annað í mál en að sýna Graham!

hohoho allt of langt komment!

Gleðilegt nýtt ááááár!

Halldóra Eldjárn said...

Graham attack! Resistance is useless! All hail Martha Graham!
::Yes, master::
Dóra fanatík getur ekki beðið...

Anonymous said...

Hæts, datt svona líka svona mjúklega inn bloggið þitt og var mjög glöð að lesa þessa færslu! Gaman að sjá all the crazy stuff sem þú hefur verið upto á árinu, og stöffið sem við vorum uptú!

Gleðilegt nýtt ár, sjáumst á stönginni ;) úúhíí(balletaulahúmor)

Unknown said...

Já þetta var gott ár :) takk fyrir stundirnar sem við deildum saman (úff, ég barasta fer að grenja) og megi þær verða enn skemmtilegri 2009 :)

Gibba Gibb said...

lúv jú

Linda said...

haha já vá, þessi lautarferð var legendary! við skulum endurtaka hana einn góðan veðurdaginn ;) takk fyrir góðu stundirnar líka á árinu

Heba Eir said...

ég vil epískt ammlisblugg.

Halldóra Eldjárn said...

ég æli jólaskrauti á afmælið mitt!

Anonymous said...

En yndislegt ár hjá þér Dóra mín :D Mjög fallegt og skemmtilegt blogg hjá þér. two thumbs up ;)