Um daginn tók ég til í herberginu mínu og rakst þar á tvo lykla sem ég get ómögulega munað að hverju ganga. Þeir líta út fyrir að vera húslyklar en ég er búin að ganga úr skugga um að þeir eru ekki frá mér komnir.
Eina vitið væri að sjálfsögðu að henda þeim beint í ruslapokann, enda lítið hægt að gera við lykla sem hafa misst tilgang sinn. Ég vó þá í lófanum og starði á þá. Einhvern veginn fékk ég það ekki af mér að henda þeim. Ég panikkaði. Hvað ef ég myndi allt í einu að hverju þeir gengu og ég þyrfti nauðsynlega að nota þá? Þá væri ég sko í vondum málum.
Lyklarnir liggja enn óhreyfðir í bókahillunni minni.
* * * * * * * * * * * * * * * *
Allt í einu langaði mig í annað gæludýr...
Allt í einu langaði mig í annað gæludýr...

No comments:
Post a Comment