Ég lifi fyrir heimildarmyndir og -þætti!
Ég er að horfa á mjög áhugaverða mynd um sögu Ballet Russes. Hef reyndar séð hana áður en mér fannst hún svo æðisleg að ég hoppaði hæð mína af kátínu þegar ég sá að einhver hafði komið henni inn á youtube. Eini gallinn er að hún er frekar löng og þar af leiðandi í 12 hlutum. En ætli maður leggi ekki það á sig bara til að sjá myndina?
- Fyrsti hluti af tólf fyrir áhugasama!
Ég var að átta mig á því að þetta er fyrsti dagurinn í tvær vikur sem ég er ekki á æfingu.
Gerði reyndar heiðarlega tilraun til þess í morgun, Guðbjörg hafði boðað okkur á aukaæfingu kl. 11 um morguninn.
Guðbjörg er afskaplega góðhjörtuð manneskja. Hún ber hag allra fyrir brjósti og vill að öllum líði vel en á meðan ýtir hún manni áfram og leyfir engum að gefast upp.
Ég ímynda mér að þetta hafi hún hugsað í morgun:
"Hmmm, ég er nú búin að vera svolítið hörð við stelpurnar undanfarnar daga. Ætli ég leyfi þeim ekki bara að eiga frí í dag?"
Málið var að henni láðist að segja nokkrum manni frá því....
Rekkjusvínið ætlar að halla sér
Sunday, April 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment