Thursday, October 16, 2008

Hrós og gagnrýni

Það fer alveg æðislega í taugarnar á mér að fá hrós. Ég þoli ekki hrós.
Jújú, auðvitað líður manni vel í smátíma eftir á en hrós er álíka skammvinnur vermir og að pissa í skóinn sinn á köldum degi. Hrós er bara staðfesting á því að maður sé að gera góða hluti, og án þess að vilja hljóma egósentrísk, þá veit fólk alveg að það er gott í því sem það gerir akkúrat núna. Annars væri maður nú lítið að reyna eitthvað.
Gagnrýni hins vegar er eitthvað áþreifanlegt. Gagnrýni er ekki eitthvað innantómt gripið úr lausu lofti bara til að segja eitthvað. Það er ALLTAF hægt að gagnrýna. Ekkert er svo óaðfinnanlega fullkomið að maður geti ekki fundið eitthvað sem mætti betur fara eða missa sín.
Egóið mitt dansaði skottís í skýjunum í gærkvöldi, en þegar leið á kvöldið varð ég bara pirruð og fúl.
Ég held að of margir Graham-tímar hjá Andreasi hafi átt sitt að segja í þessari skoðun minni, hún er afskaplega Andreas-skotin.

1 comment:

Heba Eir said...

Sko, eftir alltaf leiðréttingar og skammir sem við fáum þá er afar nauðsynlegt fyrir okkar litlu dansnemasálir að fá hrós.. Annars værum við líklegast allar með brotnari danssjálfsmynd en nú þegar og við myndum þá líklegast hætta hver á eftir annari. Sama hversu stutt hrós-vellíðu-víman varir. Nauðsynleg!