Halldóra er bölsýnasta manneskja jarðríkis og handanheimana. Ekki nokkuð sem heilla myndi venjulega manneskju kveikir í henni ánægjubál, hún hefur rótdjúpa ímugust á hverju því sem skreytir alheiminn - öllum og öllu.
"Jú, fjölskyldan er í raun fífl líka, allir eru fífl, nema kannski Hildur. Og ég að sjálfsögðu."
Í lífi Halldóru finnst þó eitt sem hún kann að meta öllu öðru framar - hún dansar ballett og það fjandi vel að eigin sögn. Hún lítur á dansinn sem veruleikaflótta þar sem líkami og hugur sameinast í algjörum samhljómi þar sem hún lifir þar sem henni líður best - innra með sjálfri sér - algjörlega fjarri umheiminum þótt hún standi í honum miðjum.
"Ef líkaminn leyfði myndi ég dansa hverja stund."
Aðspurð hvort hún eigi sér draum af einhverju tagi svaraði hún af einkennandi hroka. Sagðist í nótt hafa dreymt konu sem gréti svo mikið að hún drekkti alheiminum.
"Mig dreymir þegar ég sef eins og alla aðra. Annars kann ég ekki vel við að sofa - svefn er fyrir draumóramenn."
Halldóra er flóttahyggjukona. Í æsku fluttist hún sífellt milli staða vegna náms föðurs síns og líklega hefur það haft áhrif á hana. Síðan hún hóf framhaldsskólanám hefur hún flúið svo skóla og líkar viðveran í MH ekki sérstaklega vel.
"Já, ég verð víst bara að klára þetta, dansinn krefst þess."
eftir Ívar Erik Yeoman (og ég birti hér í ósvífnu leyfisleysi)
Verkefnið var að kynna bekkjarfélaga okkar. Þetta var einstaklega vandræðalegt verkefni og endaði því bara í tómri vitleysu.
Mér fannst lýsingin á mér alveg ofsalega fyndin. Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri svona hrokafullt illmenni sem liti allt of stórt á sig.
Friday, November 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

3 comments:
Sjáið bara hvað "leiðinlegt verkefni" getur hreyft við ungu fólki og komið því á flug. Þau læra ekki bara dans í bókstaflegri merkingu heldur einnig að láta móðurmálið "dansa", tjá sig á litríkan og skemmtilegan hátt.
kv
mamma litla
es.
það er dálítið til í þessari lýsingu á henni Dóru að bölsýninni slepptri.
Hildur er náttúrulega awesome... :P
Það getur verið ótrúlega ánægjulegt að gúggla sjálfan sig.
Kv. Ívar Erik
Post a Comment