... er búinn að rústa metnaðinum mínum. Ég hef gjörsamlega engan metnað lengur fyrir neinu sem tengist ekki dansinum á einhvern hátt.
Það er að vera í kringum mig er án efa eitthvað í líkingu við að sjá um ungabarn sem getur ekki framkvæmt neitt sem er því nauðsynlegt. M&P sjá um að ég sofi og borði, vinir mínir sjá til þess að ég eigi mér eitthvað sem kallast gæti félagslíf og námsráðgjafinn sér um að ég haldist í skóla.
Ég nenni ekki að bíða, ég nenni ekki að axla ábyrgð, ég nenni ekki að fullorðnast, ég nenni ekki að vera á Íslandi, ég nenni ekki að vera föst, ég nenni ekki að læra neitt annað en það sem ég hef áhuga á.
Sem hljómar frekar mikið eins og ég sé letibikkja af versta tagi.
Mig langar aftur til Ungverjalands. Gera ekkert nema að dansa allan daginn frá 9 á morgnanna til 9 á kvöldin. Fara í pilates, gyrokinesis, alexanderstækni. Gera tilgangslausa tæknitíma á táskónum (sem eru samt ekkert nema gagnlegir). Graham, Cunningham, release, contact improvisation. Já, meira að segja Cunningham sem mér þykir alveg drepleiðinleg tækni.
Vera kúl og taka þátt í contact improvisation jam.
Jájájájájájá, það væri hægt að hafa tónlistar- og contact jam! Það sem fólki væri frjálst að flakka á milli hljóðfæra og samdansara.....
....mig langar...
ég get ekki sofið, ég er bitur og ég nenni ekki.
Skoða:
Æfing hjá Martha Graham Dance Company á verkinu Cave of the Heart, og mögnuð tónlist Norman Dello Joio
Imre Thormann sýnir Butoh-verk. Djasshljómsveitin Mobile spilar undir
Sylvie Guillem - Evidentia. Hún er snillingur, veit ekki um neinn annan dansara sem er jafn víg á klassískan og nútímadans. Plús að hún er með geðveikt svalt, rautt hár.
Tuesday, October 21, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

2 comments:
Ég vildi að ég hefði e-ð til að drífa mig áfram, mér finnst ég ekki vera gera neitt af viti, hver dagur er ekkert annað en dagurinn í gær. Það er frekar scary. En ég er að byrja í magadans á morgun...
Það sem okkur vantar er eitt gott spark í afturendann til drulla einhverju í verk! :D
Verst að ég á í afskaplegum erfiðleikum með að sparka í rassinn á þér þegar þú ert svona langt í burtu... fokk Berlín, ég sakna þín!
Post a Comment