
Þetta var reyndar ekki jafn erfitt og ég var búin að ímynda mér. Þetta eru kannski ekki glæsilegustu makizushi-bitar í heiminum og alvöru sushi-chefs (itamae) myndu væntanlega fórna höndum og fara að skæla ef þeir sæju hversu ónákvæm miðjan á bitunum er, en þetta bragðaðist ágætlega, þó ég segi sjálf frá!



* * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * *
og með jafn litríka grímu í þokkabót. Ég veit ekki hvað það er, svo sannarlega ekki þægindin því ég gat naumast dregið andann þegar búið var að krækja honum saman í bakið, en manni líður svo glæsilega og allar hreyfingar verða þokkafyllri fyrir vikið. Ristarnar strekkjast meira, fæturnir lengjast og hækka og brosið breikkar. Ég skælbrosti, held ég, allan tímann og hugsaði ekkert út í skerandi sársaukann vegna táskónna og þeirri staðreynd að ég hafði varla andað allan tímann sem ég dansaði fyrr en ég var komin aftur baksviðs.Annars er ládeyða hjá mér í augnablikinu. Gúrkutíð. Ætli ég leggist ekki bráðum svo lágt að skálda upp krassandi sögur úr mínu viðburðaríka lífi?
Sýningunni og öllum æfingum fyrir hana lokið og enginn ballet fyrr en á þriðjudaginn í næstu viku.
Sýningin gekk prýðilega. Okkur tókst loksins að dansa í gegnum "Thriller" snuðrulaust í fyrsta skipti á generalprufunni, degi fyrir sýninguna. Betra seint en aldrei, er það ekki?
Ég gargaði úr mér lungun og er enn að jafna mig í hálsinum. Allt fyrir listina?
Cunningham heppnaðist einnig ágætlega, ég hélt jafnvægi allavega bróðurpartinn af dansinum.
Mér fannst samt skemmtilegast í Jólakúlunni. Það er ekkert sem jafnast á við það að dansa í tutu
Sýningunni og öllum æfingum fyrir hana lokið og enginn ballet fyrr en á þriðjudaginn í næstu viku.
Sýningin gekk prýðilega. Okkur tókst loksins að dansa í gegnum "Thriller" snuðrulaust í fyrsta skipti á generalprufunni, degi fyrir sýninguna. Betra seint en aldrei, er það ekki?
Ég gargaði úr mér lungun og er enn að jafna mig í hálsinum. Allt fyrir listina?
Cunningham heppnaðist einnig ágætlega, ég hélt jafnvægi allavega bróðurpartinn af dansinum.
Mér fannst samt skemmtilegast í Jólakúlunni. Það er ekkert sem jafnast á við það að dansa í tutu
Ég er samt þakklát fyrir að þurfa ekki að klæðast tutu oftar en ég geri. Það myndi enda með ósköpum.

Myndin er af Hildi Björk, Sykurplómudís, sem dansaði sólóinn sinn eins og hetja þrátt fyrir að geta varla stigið í fótinn. Hún missteig sig illa á generalprufunni og hann bólgnaði upp og leit frekar skuggalega út. En maður lætur að sjálfsögðu ekki svona smáatriði slá sig út af laginu.
Myndinni er stolið héðan

3 comments:
vú-hú.
p.s. ég er víst búin að lofa okkur þ.e. þér&mér í hádegisverð "Lunch" á mánudaginn með You Know. Ég tek ekki við afsökunum hvað þá fjarvist.
-ósúsh.
I'll bring my lovely self! ;)
hahaha, You Know, hljómar ansi skuggalega! ;)
Síðan hvenar fórst þú að borða sushi??
Allavega, til hamingju með að hafa lokið sýningunni ;)
Post a Comment