Sunday, September 21, 2008

Endurvinnsluljóð

Fartækið sem sent var á milli


Frá fyrri tíð sátu framleiðendurnir við sama borð, hafnir yfir allan vafa, drógu ályktanir af málverkasýningu eftir sjónlausa listamenn

Steðjinn þeirra hafði ummyndast í fýlsunga sem spýtti hamri að logandi skýi. Þar blésu þó varla hagstæðari vindar

Mikilvægast var að missa ekki móðinn þó að á móti blési hvaðanæva að úr heiminum

Fyrst þyrftu þeir að vera tilbúnir til slíkra verka úr því sú ákvörðun var tekin að fara þaðan

Loftin voru rafyrtar tungur með raddbönd sem höfðu vakandi auga á þeim gríðarstóru

Síðan voru þau öll minnt á það með óþyrmilegum hætti




Samið uppúr tveimur tímaritagreinum, tveimur dagblaðaforsíðum og einni ljóðabók

2 comments:

Anonymous said...

já....leyfðu mér að melta þetta...

Heba Eir said...

með óþyrmilegum hætti.

EHEHEH. veit ekki afhverju en samt!