Illu er best skotið á frest. Með tilheyrandi panikk- og vonleysisköstum. Éraðfílaða.
Og hvað gerir maður þegar dagarnir eru óhugnalega mónótónískir og manni finnst varla tími laus til að vera til?
Jú, maður notar tímann sem fer venjulega í að manna mann upp í að gera eitthvað af viti (í mínu tilfelli allavega, ég eyði meiri tíma í að sannfæra mig að koma mér að verki en að vinna verkið sjálft) í að lesa.
Sjálf er ég búin að lesa yfir mig það sem af er árinu og er orðin alveg óvenjulega rugluð í toppstykkinu. Þá sérstaklega af því mig dreymir alltaf atriði úr bókunum sem ég síðan rugla saman við raunveruleikann og allt er komið í kakó í hausnum á mér.
* * * * * * * * *
Fyrir ekki svo löngu pakkaði systir mín familíunni sinni niður í ferðatösku og fluttist búferlum til Spánar (flipp). Reyndar verða þau bara fjarverandi í 3 mánuði en þar sem Margrét er eina systkini mitt sem ég hef ekki lent í slagsmálum við er skiljanlegt að ég sakni þeirra.
Svo var það í 75 ára afmæli afa míns sem við fórum að ræða saman um þessa flutninga. Afi sagði okkur frá símtali sem hann átti við Þórð og Grím (MögguogHallasynir). Hann minntist eitthvað á að hann væri nú farinn að sakna þeirra og gauragangsins í þeim. Þá segir Þórður: "Sko, afi minn. Þú kaupir þér bara Skype og talar við okkur í gegnum það. Þá þarftu ekkert að sakna okkar!"
Jájá
Söknuður er bara ekki til lengur.
Jónas byltir sér í gröf sinni.
Í framtíðinni munu hámenntaðir prófessorar og fyrirlesarar ræða um þessa útdauðu tilfinningu, söknuð. Á meðan þeir tala um hina fornu tíma og áhrifin sem söknuður hafði á samfélagið munu nemendur dotta í tímum og þess á milli klóra sér í kollinum, óánægðir með að þurfa læra eitthvað sem þeir geta ekki fundið til eða skilið.
- og fyrst ég er í bjartsýniskasti get ég líka minnst á kreppuna, alnæmi, vatnsskort, gróðurhúsaáhrif og síhækkandi bensínverð -
Skítt með Skype! Saknisaknisaknisakn....
(Myndin er fengin að láni frá Halla )


No comments:
Post a Comment