Hann situr pollrólegur og þykist ekkert vita þegar hann hefur augljóslega gert eitthvað af sér, hann vælir viðstöðulaust jafnvel þó ekkert ami að, hann á þak yfir höfuðið og nógan mat (reyndar e-r frekar ógirnilegar pillur sem ég öfunda hann ekkert sérstaklega af). Hann er sjálfselskur, eiginhagsmunaseggur og vælukjói. Ég gæti ekki ímyndað mér hann fórna sjálfum sér til að bjarga öðrum úr hættu.
En það er ómögulegt að hata hann þegar maður lítur í stóru og kjánalegu augun, greyið er svo tileygt að sýn hans á heiminn hlýtur að vera skelfileg. Maður finnur hjá sér óstjórnlega sterka þörf til að taka hann í fangið og hvísla huggunarorð í loðið eyrað.
-Ég elska samlíkingar

[Flóki á góðum degi]

2 comments:
hahahahaha.
ég sendi þér sms.... og bara ekkert svar. Sniff...
Post a Comment