Mér barst ansi skemmtilegt bréf í dag. Hafði reyndar sorgarfréttir að færa en kom svo á óvart að ég hef legið í hláturskasti síðasta hálftímann. Bréfið er á þessa leið, orðrétt með öllum stafsetninga- og málfræðivillum:
frú Halldóra Kristín Eldjárn
Einarsnes 54
101 Reykjavík
Gullbringusýsla
Suðurland
Vinstri partinum af Íslandi
Ísland
Norðurlöndunum
Evrópu
Heiminum
Geiminum
ALLT
(ég tek fram að bréfið er allt skrifað með spegilskrift)
Kæra Halldóra.
Það er okkur mikill heiður að tilkynna þér (með speglaskrift, svona ef þú skildir ekki hafa tekið eftir því!) að þú hefur EKKI fengið inngöngu í galdraskóla. Þú ert því miður bara venjuleg stelpa. Við vonum að þessi niðurstaða hryggi þig ekki mikið (bara smá kannski?) og valdi þér ekki sálarkvöl. Við vonum að þú gerir bara það besta úr þessu og verðir góð manneskja þó þú getir ekki galdrað (svekk!)
Þú ert ágæt, alveg hreint ágæt!
Kær kveðja,
Dumbledor (yfirstrikað) Gay Wizard 69
Needless to say þá er ég að farast úr forvitni núna.
Vakti reyndar upp sárar bernskuminningar. Ellefu ára afmælisdagurinn minn leið og ég var miður mín yfir því að hafa ekki borist bréf með boði um skólagöngu í Hogwarts, sent með uglu.
Ég hefði orðið fyrirtaks norn....
Æfing á eftir
Balletpróf á eftir
tjiiiiiiiiiill......
Friday, May 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment