Tuesday, January 20, 2009

"Vill einhver, í guðanna bænum, hugsa um trén?!"

Litlu, helvítis inspíreruðu aktívistarnir sem hafa örugglega ekki einu sinni kosningarétt með fjandans kínverjana og slagsmálin sín.

Ég stóð hjá Alþingishúsinu og hristi lyklakippuna mína af mikilli sannfæringu. Eins friðelskandi og ég er. Enda leist mér mun betur á upphaflegu hugmyndina að mannfjöldinn fylgdist þögull með þingmönnum ganga út af Alþingi. Silent treatment á la toppurinn á gelgjunni.
Reyndar var ég voða hrifin af náungunum sem mættu með trommusettið sitt og básúnuna og stúlkunum með blokkflauturnar. Þó útkoman hafi hljómað eins og japanskt nútímatónverk og kórinn heldur ósannfærandi.

En síðan koma litlu afturkreistingarnir og láta eins og grenjandi smábörn í frekjukasti og valda því að aðrir, sem ganga heilir til skógar, lenda í átökum og leiðindum.

Ég stóð í sjálfheldu milli steinveggs, trés og her lögreglumanna þegar verið var að reka skrílinn úr Alþingisgarðinum. Ég stakk höndum í vasann, lokaði augunum og þverrifunni og keyrði hökuna niður í bringu. Ég barðist ekki að móti, ég kallaði ekki ókvæðisorðum að lögreglunni, fjandinn hafi það ég horfði ekki einu sinni framan í hana. Samt var mér hent niður í jörðina, rifið í hárið á mér þegar ég reyndi að standa upp og var svo dregin í burtu og skellt niður eins og poka af rusli. Mér er illt í rófubeininu, ljóti maður.

Ég veit ekki lengur hvort ég hafi orku í að vera á móti ríkisstjórninni, það fer svo mikil orka í að vera á móti helvítis aktívistunum sem þurfa að ganga of langt í að fá útrás fyrir innbyrgða reiði.
Það má vera að mamma þín faðmaði þig ekki þegar þú varst lítill, en það er óþarfi að láta eins og bavíani sem kastar eigin skít, hlaupa á brott og láta aðra lenda í veseninu sem þú bjóst til, litla mótmælakjánaprik.

Ég þoli ekki fólk sem gengur gegn sannfæringu sinni. Enn síður þoli ég fólk sem gengur til liðs við annarra sannfæringu bara til að skapa vandræði, ringulreið og ótta.
Brjóta, bramla, kveikja í og skemma. Vá, mjög málefnalegt og þroskað viðhorf, ég dáist að þér!

Dóra: Mótmælandinn sem mótmælir mótmælendum (en styður mótmæli). Of mikil mótsögn?

Mér hló samt svolítið þegar lögreglan beindi þeim tilmælum til mótmælenda að reyna að brjóta ekki of mörg tré í garðinum. Fyrir alla muni, hugsið um umhverfið! Hugsið um trén!

...og húsin! Hjálp, hann er með svalafernu!! (hahaha)

5 comments:

birta said...

eins og talað úr mínu hjarta.

Anonymous said...

Er það semsagt þú sem alþjóð getur séð detta á rassinn á mbl.is?

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/20/beittu_kylfum_a_motmaelendur/

Til hamingju, ágæta frænka, þú ert hér með orðin opinbert andlit títtnefndra bavíana...

Halldóra Eldjárn said...

Ég kem ansi illa út í þessari umfjöllun, þá sérstaklega rassinn á mér. Getur rassinn á mér talist sekur um skrílslæti? Því ég vil á engan hátt vera bendluð við bavíananna, þrátt fyrir heiðarlega tilraun mbl.is til þess.
Vei, bossinn minn er stjórnleysingi!

Gibba Gibb said...

Hahaha snilld! Takk Grímur, ég var ekki búin að fá að sjá Dóru síðan hún klippti sig og loksins fæ ég að sjá hárið. Og djísús, allt að verða vitlaust þarna heima...
Ég skil samt ekki af hverju hann löggimann var að skutla þér á rassinn, hvað var hann að vonast eftir til að afreka?
"Jei, ég er með stelpu og ég ætla að færa hana hingað, hún fer pottþétt ekkert annað, fyrst hún er komin á rassinn.."
:D jeminn

Anonymous said...

Skemmtileg og raunsæ frásögn hjá þér litla systir. Þessir ljótu ormar mega nú eiga mig á fæti ef þeir svona upp á Dórurassinn minn.