Þangað til ég áttaði mig á því, einum og hálfum tíma seinna, að ég hafði verið að leita á rangri blaðsíðu.
Döh.
Ég var samt líka menningarleg og kláraði Diary eftir Palahniuk. Sjitt. Sagan er rugludrullugóð. Það var eins og rithöfndurinn hefði byssu beint að gagnauganu og skyti orðum, setningum, myndum og tilfinningum hvað eftir annað í hausinn á manni. Miskunnarlaust segir hann söguna þar sem lesandinn, þú, ert Peter Wilmot skíthæll og aumingi og maður getur hvergi falið sig því höfundurinn er alvitur (og þú ert líka svo mikill drullusokkur og afturkreistingur að þér tekst ekki einu sinni að flýja atburðarrásina sem þú sjálfur, niðurgangurinn, hjálpaðir af stað).
Úr Terry Pratchett í Neil Gaiman í Chuck Palahniuk og þaðan í Don Rosa. Er það leyfilegt?
Ég lærði samt að þekkja Antikrist svo ég ætti að vera nokkuð örugg. Ég elska nytsamar upplýsingar!

-helvítis, skítugu blómabörn!

4 comments:
Ég hef lesið Diary, ég á hana reyndar... Það er drullugóð bók. Mér finnst Choke líka góð. ..
gauuur ég lét þig vita að mér seinkaði !
lofjú
Ég skemmti mér reyndar konunglega án þín að leita með stækkunarglerinu! ;)
Hildur Arna: Þú mátt hringja í mig og lesa Choke upphátt fyrir mig. Ég skal lofa að vera ekki á æfingu og svara... nei bíddu, ég get þeð ekki... mig langar samt að lesa Lullaby næst, nenni ekki að lesa Fight Club
Lullaby er uppáhalds mín hans... Eða þannig, sko.
Nýr Gaiman er líka mjög góður. Mæli með'onum.
Post a Comment