...um leið og ég fór að skoða sólómyndbönd á youtube.
Heba bældi niður í mér uppreisnarsegginn sem ætlaði gera sig að fífli á táskósólókeppninni. Plús það að ég er aðeins of skotin í klassískum ballet til að kúka svona á hann.
Eftirfarandi sóló eru til athugunar:
Úr La Fille mal Gardeé, myndi samt pottþétt rassakastast út af sviðinu ef ég reyndi að gera svona marga "sjönei"-hringi (ég þarf nauðsynlega að læra balletfrönsku...)
Þriðja varíasjón úr Paquita. Ég held ég myndi alveg púlla þetta ef ég sleppi dobbelpíkeihringjum og brosi nógu fjandi mikið.
Cupid úr Don Quichotte. Sem Heba mælti með og ég er alveg ógeðslega skotin í.
Í eiturgræna, eitursvala tútú-inu og í svörtu táskónum....sweet....
Ruglar mig samt hversu líkir síðustu tveir sólóar eru og að það skuli vera sama tónlist, eitthvað segir mér að þetta gæti jafnvel ekki verið úr Paquita eins og youtube heldur fram. Ve?
Les Ballets Trockadero, ég grét af hlátri yfir þessu en hætti þegar ég sá hversu vel hann er upp á pointe. Svindl.
Wednesday, January 21, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

1 comment:
nenniru plís allavega að vera í svona pilsi sem úr sáldrast fjaðrir. það væri mega töff!
Post a Comment