Thursday, January 15, 2009

Dansbombuflugeldasprengjumegaawesome

Þetta kætir mitt litla danshjarta í augnablikinu:

-Hlutverkið mitt í Diversion of Angels, ég skalskalskal ná þessum assemble-plús-fokking-hoppum

-Hnén á mér enn ósködduð en frekar marglit (tan hvað? marblettir eru málið!)

-Fimmtudagssplittbaráttan sem ég og Hrund etjum með tilheyrandi gráti og gnístran tanna

-Fyrsti pas de deux tíminn minn á ævinni í gær, og það á táskóm

-Norman Dello Joio

-Stuttastutta hárið mitt sem fer ekki í augun þegar ég geri (heiðarlega tilraun) pirouette

-Næstu dagar þegar ég losna við harðsperrur, vöðvabólgu og krampa

-Að Guðbjörg íhugi að skrá K2 plús uppáþrengjandi mig í sólókeppnina í ár, ég geri mér fulla grein fyrir að ég myndi aldrei ná langt en bara það að fá að taka þátt er awesome

-Verkið hennar Ingibjargar er fullgert fyrir utan óhljóð og skortur á myndatökuvél

-Að ég sjái ekki fram á neitt annað en betrumbætur, meiri harðsperrur, brunasár, blöðrur, Graham, ballet, táskó, blóð, svita og tár næstu vikurnar!

endir

3 comments:

Anonymous said...

You go girl!! (... hljómar hvetjandi :D )

Halldóra Eldjárn said...

hahaha, ég elska hvetjandi! ;)

Heba Eir said...

hmmm..
fimmtudagserfiði?
var þetta ekki bara erfiði almennt með þetta splitfall? (hihihihi) (hí á þig ég kann það!!)
svo er náttúrulega assamblei-bæsin hoppið klassík.

Við þurfum að work in our own time........

Graham í kvöld Dóri?

kv. pónýhestur sem kann ósgisslega mikið að hoppa og kláraði búningageymsluna á 3 klst.

bæ.