Þegar maður stendur á fætur jafnglæsilega og níræður, einfættur maður með beinkröm og þvagsýrugigt vegna harðsperra, en mætir samt á æfingar.
Í gær stóð ég mig meira að segja að því að hugsa: "Hmm, mikið er gott að vera með svona mikla verki í lærunum, þá veit ég hvenær ég er að nota rétta vöðva í æfingunum!"
Það er svo uppbyggjandi og líflegt að væla
Fyrst þarf að horfa á þetta ansi skemmtilega tónlistarmyndband með OK Go:
Svo þarf að horfa á þetta miklu skemmtilegra myndband með rækju á hlaupabretti:
ehehehehehehe...
Friday, January 30, 2009
Saturday, January 24, 2009
Myrkt, ógeðfellt, ágengt, miskunnarlaust...
...en samt er varla hægt að slíta sig frá því, þetta er svo mystískt, spennandi og yfirgengilega kúl.
Butoh-danshópurinn Sankai Juku performerar í París.
Ulalume eftir Poe, eina ljóðskáldið sem gat verið... tjaa... of ljóðrænn?
Handahófskennd videoverk sem virðast bara gerð í þeim tilgangi að vekja manni hroll (mæli með að hlusta á þetta í in-ear headphones)
Jodorowsky, Lynch, Kubrick og Neshat eru nöfn sem skjótast fyrst upp í kollinum þegar ég fer að hugsa um kvik- og stuttmyndir. Líklegast af því ég var að horfa á El Topo og rifjaði upp Blue Velvet í huganum um daginn.
The Rite of Spring eftir Stravinsky. Það hvernig aðrir túlka verkið, allt frá Nijinsky til Graham til dagsins í dag.
Verk Mauricio Weinrot, fórnarlambið er Tina Martin
Góða nótt!
Butoh-danshópurinn Sankai Juku performerar í París.
Ulalume eftir Poe, eina ljóðskáldið sem gat verið... tjaa... of ljóðrænn?
Handahófskennd videoverk sem virðast bara gerð í þeim tilgangi að vekja manni hroll (mæli með að hlusta á þetta í in-ear headphones)
Jodorowsky, Lynch, Kubrick og Neshat eru nöfn sem skjótast fyrst upp í kollinum þegar ég fer að hugsa um kvik- og stuttmyndir. Líklegast af því ég var að horfa á El Topo og rifjaði upp Blue Velvet í huganum um daginn.
The Rite of Spring eftir Stravinsky. Það hvernig aðrir túlka verkið, allt frá Nijinsky til Graham til dagsins í dag.
Verk Mauricio Weinrot, fórnarlambið er Tina Martin
Góða nótt!
Wednesday, January 21, 2009
Það rann af mér reiðin...
...um leið og ég fór að skoða sólómyndbönd á youtube.
Heba bældi niður í mér uppreisnarsegginn sem ætlaði gera sig að fífli á táskósólókeppninni. Plús það að ég er aðeins of skotin í klassískum ballet til að kúka svona á hann.
Eftirfarandi sóló eru til athugunar:
Úr La Fille mal Gardeé, myndi samt pottþétt rassakastast út af sviðinu ef ég reyndi að gera svona marga "sjönei"-hringi (ég þarf nauðsynlega að læra balletfrönsku...)
Þriðja varíasjón úr Paquita. Ég held ég myndi alveg púlla þetta ef ég sleppi dobbelpíkeihringjum og brosi nógu fjandi mikið.
Cupid úr Don Quichotte. Sem Heba mælti með og ég er alveg ógeðslega skotin í.
Í eiturgræna, eitursvala tútú-inu og í svörtu táskónum....sweet....
Ruglar mig samt hversu líkir síðustu tveir sólóar eru og að það skuli vera sama tónlist, eitthvað segir mér að þetta gæti jafnvel ekki verið úr Paquita eins og youtube heldur fram. Ve?
Les Ballets Trockadero, ég grét af hlátri yfir þessu en hætti þegar ég sá hversu vel hann er upp á pointe. Svindl.
Heba bældi niður í mér uppreisnarsegginn sem ætlaði gera sig að fífli á táskósólókeppninni. Plús það að ég er aðeins of skotin í klassískum ballet til að kúka svona á hann.
Eftirfarandi sóló eru til athugunar:
Úr La Fille mal Gardeé, myndi samt pottþétt rassakastast út af sviðinu ef ég reyndi að gera svona marga "sjönei"-hringi (ég þarf nauðsynlega að læra balletfrönsku...)
Þriðja varíasjón úr Paquita. Ég held ég myndi alveg púlla þetta ef ég sleppi dobbelpíkeihringjum og brosi nógu fjandi mikið.
Cupid úr Don Quichotte. Sem Heba mælti með og ég er alveg ógeðslega skotin í.
Í eiturgræna, eitursvala tútú-inu og í svörtu táskónum....sweet....
Ruglar mig samt hversu líkir síðustu tveir sólóar eru og að það skuli vera sama tónlist, eitthvað segir mér að þetta gæti jafnvel ekki verið úr Paquita eins og youtube heldur fram. Ve?
Les Ballets Trockadero, ég grét af hlátri yfir þessu en hætti þegar ég sá hversu vel hann er upp á pointe. Svindl.
Tuesday, January 20, 2009
"Vill einhver, í guðanna bænum, hugsa um trén?!"
Litlu, helvítis inspíreruðu aktívistarnir sem hafa örugglega ekki einu sinni kosningarétt með fjandans kínverjana og slagsmálin sín.
Ég stóð hjá Alþingishúsinu og hristi lyklakippuna mína af mikilli sannfæringu. Eins friðelskandi og ég er. Enda leist mér mun betur á upphaflegu hugmyndina að mannfjöldinn fylgdist þögull með þingmönnum ganga út af Alþingi. Silent treatment á la toppurinn á gelgjunni.
Reyndar var ég voða hrifin af náungunum sem mættu með trommusettið sitt og básúnuna og stúlkunum með blokkflauturnar. Þó útkoman hafi hljómað eins og japanskt nútímatónverk og kórinn heldur ósannfærandi.
En síðan koma litlu afturkreistingarnir og láta eins og grenjandi smábörn í frekjukasti og valda því að aðrir, sem ganga heilir til skógar, lenda í átökum og leiðindum.
Ég stóð í sjálfheldu milli steinveggs, trés og her lögreglumanna þegar verið var að reka skrílinn úr Alþingisgarðinum. Ég stakk höndum í vasann, lokaði augunum og þverrifunni og keyrði hökuna niður í bringu. Ég barðist ekki að móti, ég kallaði ekki ókvæðisorðum að lögreglunni, fjandinn hafi það ég horfði ekki einu sinni framan í hana. Samt var mér hent niður í jörðina, rifið í hárið á mér þegar ég reyndi að standa upp og var svo dregin í burtu og skellt niður eins og poka af rusli. Mér er illt í rófubeininu, ljóti maður.
Ég veit ekki lengur hvort ég hafi orku í að vera á móti ríkisstjórninni, það fer svo mikil orka í að vera á móti helvítis aktívistunum sem þurfa að ganga of langt í að fá útrás fyrir innbyrgða reiði.
Það má vera að mamma þín faðmaði þig ekki þegar þú varst lítill, en það er óþarfi að láta eins og bavíani sem kastar eigin skít, hlaupa á brott og láta aðra lenda í veseninu sem þú bjóst til, litla mótmælakjánaprik.
Ég þoli ekki fólk sem gengur gegn sannfæringu sinni. Enn síður þoli ég fólk sem gengur til liðs við annarra sannfæringu bara til að skapa vandræði, ringulreið og ótta.
Brjóta, bramla, kveikja í og skemma. Vá, mjög málefnalegt og þroskað viðhorf, ég dáist að þér!
Dóra: Mótmælandinn sem mótmælir mótmælendum (en styður mótmæli). Of mikil mótsögn?
Mér hló samt svolítið þegar lögreglan beindi þeim tilmælum til mótmælenda að reyna að brjóta ekki of mörg tré í garðinum. Fyrir alla muni, hugsið um umhverfið! Hugsið um trén!
...og húsin! Hjálp, hann er með svalafernu!! (hahaha)
Ég stóð hjá Alþingishúsinu og hristi lyklakippuna mína af mikilli sannfæringu. Eins friðelskandi og ég er. Enda leist mér mun betur á upphaflegu hugmyndina að mannfjöldinn fylgdist þögull með þingmönnum ganga út af Alþingi. Silent treatment á la toppurinn á gelgjunni.
Reyndar var ég voða hrifin af náungunum sem mættu með trommusettið sitt og básúnuna og stúlkunum með blokkflauturnar. Þó útkoman hafi hljómað eins og japanskt nútímatónverk og kórinn heldur ósannfærandi.
En síðan koma litlu afturkreistingarnir og láta eins og grenjandi smábörn í frekjukasti og valda því að aðrir, sem ganga heilir til skógar, lenda í átökum og leiðindum.
Ég stóð í sjálfheldu milli steinveggs, trés og her lögreglumanna þegar verið var að reka skrílinn úr Alþingisgarðinum. Ég stakk höndum í vasann, lokaði augunum og þverrifunni og keyrði hökuna niður í bringu. Ég barðist ekki að móti, ég kallaði ekki ókvæðisorðum að lögreglunni, fjandinn hafi það ég horfði ekki einu sinni framan í hana. Samt var mér hent niður í jörðina, rifið í hárið á mér þegar ég reyndi að standa upp og var svo dregin í burtu og skellt niður eins og poka af rusli. Mér er illt í rófubeininu, ljóti maður.
Ég veit ekki lengur hvort ég hafi orku í að vera á móti ríkisstjórninni, það fer svo mikil orka í að vera á móti helvítis aktívistunum sem þurfa að ganga of langt í að fá útrás fyrir innbyrgða reiði.
Það má vera að mamma þín faðmaði þig ekki þegar þú varst lítill, en það er óþarfi að láta eins og bavíani sem kastar eigin skít, hlaupa á brott og láta aðra lenda í veseninu sem þú bjóst til, litla mótmælakjánaprik.
Ég þoli ekki fólk sem gengur gegn sannfæringu sinni. Enn síður þoli ég fólk sem gengur til liðs við annarra sannfæringu bara til að skapa vandræði, ringulreið og ótta.
Brjóta, bramla, kveikja í og skemma. Vá, mjög málefnalegt og þroskað viðhorf, ég dáist að þér!
Dóra: Mótmælandinn sem mótmælir mótmælendum (en styður mótmæli). Of mikil mótsögn?
Mér hló samt svolítið þegar lögreglan beindi þeim tilmælum til mótmælenda að reyna að brjóta ekki of mörg tré í garðinum. Fyrir alla muni, hugsið um umhverfið! Hugsið um trén!
...og húsin! Hjálp, hann er með svalafernu!! (hahaha)
Sunday, January 18, 2009
Ergelsi, svekkelsi, reykelsi
Ég var búin að sitja á Kaffitár Bankastræti í einn og hálfan tíma að bíða eftir Hildi. Þennan tíma notaði ég til að sötra uppáhellt kaffi og reyna að finna D.U.C.K. í bókinni The Life and Times of Scrooge McDuck með stækkunarglerinu sem fylgdi Símaskránni 2007.
Þangað til ég áttaði mig á því, einum og hálfum tíma seinna, að ég hafði verið að leita á rangri blaðsíðu.
Döh.
Ég var samt líka menningarleg og kláraði Diary eftir Palahniuk. Sjitt. Sagan er rugludrullugóð. Það var eins og rithöfndurinn hefði byssu beint að gagnauganu og skyti orðum, setningum, myndum og tilfinningum hvað eftir annað í hausinn á manni. Miskunnarlaust segir hann söguna þar sem lesandinn, þú, ert Peter Wilmot skíthæll og aumingi og maður getur hvergi falið sig því höfundurinn er alvitur (og þú ert líka svo mikill drullusokkur og afturkreistingur að þér tekst ekki einu sinni að flýja atburðarrásina sem þú sjálfur, niðurgangurinn, hjálpaðir af stað).
Úr Terry Pratchett í Neil Gaiman í Chuck Palahniuk og þaðan í Don Rosa. Er það leyfilegt?

-helvítis, skítugu blómabörn!
Þangað til ég áttaði mig á því, einum og hálfum tíma seinna, að ég hafði verið að leita á rangri blaðsíðu.
Döh.
Ég var samt líka menningarleg og kláraði Diary eftir Palahniuk. Sjitt. Sagan er rugludrullugóð. Það var eins og rithöfndurinn hefði byssu beint að gagnauganu og skyti orðum, setningum, myndum og tilfinningum hvað eftir annað í hausinn á manni. Miskunnarlaust segir hann söguna þar sem lesandinn, þú, ert Peter Wilmot skíthæll og aumingi og maður getur hvergi falið sig því höfundurinn er alvitur (og þú ert líka svo mikill drullusokkur og afturkreistingur að þér tekst ekki einu sinni að flýja atburðarrásina sem þú sjálfur, niðurgangurinn, hjálpaðir af stað).
Úr Terry Pratchett í Neil Gaiman í Chuck Palahniuk og þaðan í Don Rosa. Er það leyfilegt?
Ég lærði samt að þekkja Antikrist svo ég ætti að vera nokkuð örugg. Ég elska nytsamar upplýsingar!

-helvítis, skítugu blómabörn!
Thursday, January 15, 2009
Dansbombuflugeldasprengjumegaawesome
Þetta kætir mitt litla danshjarta í augnablikinu:
-Hlutverkið mitt í Diversion of Angels, ég skalskalskal ná þessum assemble-plús-fokking-hoppum
-Hnén á mér enn ósködduð en frekar marglit (tan hvað? marblettir eru málið!)
-Fimmtudagssplittbaráttan sem ég og Hrund etjum með tilheyrandi gráti og gnístran tanna
-Fyrsti pas de deux tíminn minn á ævinni í gær, og það á táskóm
-Norman Dello Joio
-Stuttastutta hárið mitt sem fer ekki í augun þegar ég geri (heiðarlega tilraun) pirouette
-Næstu dagar þegar ég losna við harðsperrur, vöðvabólgu og krampa
-Að Guðbjörg íhugi að skrá K2 plús uppáþrengjandi mig í sólókeppnina í ár, ég geri mér fulla grein fyrir að ég myndi aldrei ná langt en bara það að fá að taka þátt er awesome
-Verkið hennar Ingibjargar er fullgert fyrir utan óhljóð og skortur á myndatökuvél
-Að ég sjái ekki fram á neitt annað en betrumbætur, meiri harðsperrur, brunasár, blöðrur, Graham, ballet, táskó, blóð, svita og tár næstu vikurnar!
endir
-Hlutverkið mitt í Diversion of Angels, ég skalskalskal ná þessum assemble-plús-fokking-hoppum
-Hnén á mér enn ósködduð en frekar marglit (tan hvað? marblettir eru málið!)
-Fimmtudagssplittbaráttan sem ég og Hrund etjum með tilheyrandi gráti og gnístran tanna
-Fyrsti pas de deux tíminn minn á ævinni í gær, og það á táskóm
-Norman Dello Joio
-Stuttastutta hárið mitt sem fer ekki í augun þegar ég geri (heiðarlega tilraun) pirouette
-Næstu dagar þegar ég losna við harðsperrur, vöðvabólgu og krampa
-Að Guðbjörg íhugi að skrá K2 plús uppáþrengjandi mig í sólókeppnina í ár, ég geri mér fulla grein fyrir að ég myndi aldrei ná langt en bara það að fá að taka þátt er awesome
-Verkið hennar Ingibjargar er fullgert fyrir utan óhljóð og skortur á myndatökuvél
-Að ég sjái ekki fram á neitt annað en betrumbætur, meiri harðsperrur, brunasár, blöðrur, Graham, ballet, táskó, blóð, svita og tár næstu vikurnar!
endir
Tuesday, January 13, 2009
Draumur
1. sena
Maður stendur einn í skógi. Hann er hvítur og af honum stafar hvít birta. Umhverfið er allt ljóst nema trén sem eru svört og nakin. Augun í honum eru öll svört og hann riðar örlítið.
2. sena
Maðurinn er nakinn en það sést aðeins frá nafla og upp. Hann byrjar að gráta.
3. sena
Maðurinn er hættur að gráta. Hönd birtist skyndilega út frá rammanum og rífur af manninum þunna húfu og hverfur.
4. sena
Maðurinn er skyndilega orðinn moldugur frá toppi til táar. Hann riðar ennþá en stendur samt á sama stað.
5. sena
Maðurinn er orðinn enn skítugari og stendur nú inn í litlu herbergi með moldargólfi. Hendur hans eru fastar í gömlum, ryðguðum handjárnum.
6. sena
Sjónarhornið færist frá drullugum tám mannsins og upp. Hann er að pissa í stóra glerskál sem stendur á ójöfnu moldargólfinu.
7.sena
Hann er að tyggja. Hluturinn sem hann tyggir er svo stór að hann rúmast ekki allur í munninum. Maðurinn er undarlega sáttur, stoltur af sjálfum sér. Eins og honum hafi tekist að gera eitthvað rétt.
8. sena
Hann er að tyggja lítinn fugl. Fuglinn er á lífi því maðurinn hefur bara nagað í vængina. Hann tekur fuglinn úr munninum með handjárnuðum höndum og sýnir hvernig fuglinn helst á lífi þrátt fyrir að vera hálfétinn.
9. sena
Maðurinn sleppir hálfdauðum fuglinum í holu sem leiðir út úr moldarherberginu.
Svo vaknaði ég. Ég held að óskilgetið hugarfóstur David Lynch og Hitchcock hafi tekið sér bólfestu í kollinum mínum. Eða þá að ég svaf í herbergi með loftræstingu sem var svo hávær að það hefði allt eins getað verið hárþurrka í eyrunum á mér. Huggulegt.
Ég sá þetta fyrir mér eins og ljósmyndir á hreyfingu, svarthvítt og innilega hrollvekjandi. Stop motion? Mig langar að kvikmynda þetta.
Hver hefur lyst á fuglsunga?
Maður stendur einn í skógi. Hann er hvítur og af honum stafar hvít birta. Umhverfið er allt ljóst nema trén sem eru svört og nakin. Augun í honum eru öll svört og hann riðar örlítið.
2. sena
Maðurinn er nakinn en það sést aðeins frá nafla og upp. Hann byrjar að gráta.
3. sena
Maðurinn er hættur að gráta. Hönd birtist skyndilega út frá rammanum og rífur af manninum þunna húfu og hverfur.
4. sena
Maðurinn er skyndilega orðinn moldugur frá toppi til táar. Hann riðar ennþá en stendur samt á sama stað.
5. sena
Maðurinn er orðinn enn skítugari og stendur nú inn í litlu herbergi með moldargólfi. Hendur hans eru fastar í gömlum, ryðguðum handjárnum.
6. sena
Sjónarhornið færist frá drullugum tám mannsins og upp. Hann er að pissa í stóra glerskál sem stendur á ójöfnu moldargólfinu.
7.sena
Hann er að tyggja. Hluturinn sem hann tyggir er svo stór að hann rúmast ekki allur í munninum. Maðurinn er undarlega sáttur, stoltur af sjálfum sér. Eins og honum hafi tekist að gera eitthvað rétt.
8. sena
Hann er að tyggja lítinn fugl. Fuglinn er á lífi því maðurinn hefur bara nagað í vængina. Hann tekur fuglinn úr munninum með handjárnuðum höndum og sýnir hvernig fuglinn helst á lífi þrátt fyrir að vera hálfétinn.
9. sena
Maðurinn sleppir hálfdauðum fuglinum í holu sem leiðir út úr moldarherberginu.
Svo vaknaði ég. Ég held að óskilgetið hugarfóstur David Lynch og Hitchcock hafi tekið sér bólfestu í kollinum mínum. Eða þá að ég svaf í herbergi með loftræstingu sem var svo hávær að það hefði allt eins getað verið hárþurrka í eyrunum á mér. Huggulegt.
Ég sá þetta fyrir mér eins og ljósmyndir á hreyfingu, svarthvítt og innilega hrollvekjandi. Stop motion? Mig langar að kvikmynda þetta.
Hver hefur lyst á fuglsunga?
Subscribe to:
Comments (Atom)
