Thursday, March 26, 2009

Ung og aðlaðandi...

...er ákaflega intressant bók eftir Olgu Golbæk, gefin út fyrir rúmum 50 árum síðan. Bók þessi inniheldur leiðbeiningar fyrir ungar stúlkur á villigötum í háttvísi og snyrtingu. Mjög þarft umræðuefni, skítugu hippar með ósamstæðu vara- og naglalakkslitina.

Fyrir hárið:

Skolið gljáa í hárið! Bjór má annars nota sem hárskolunarefni fyrir allar gerðir af hári.
-Það geri ég hverja helgi á djamminu. Drukkið fólk er einstaklega natið við að passa upp á hárið manns gljái..... og fötin og skórnir og taskan líka.

Sé hárið mjög þurrt má nudda toppana úr eftirfarandi olíu:
25 g laxerolía
30 g romm

25-50 g möndluolía
10 g lanolin
10 g verbenaessens
3-4 msk mergolía
Mergurinn bræddur yfir vatnsbaði ásamt lanolíninu. Þetta er þeytt rösklega og verbenaessensinum bætt út í og rommi og síðan er því hellt á flösku og hrist vandlega.

-Mergur? Oj

Stirnir á hárið? Og svo komum við að MJÖG þýðingarmiklu atriði: Margar ungar stúlkur láta það líða hjá að setja briljantín í hárið. En briljantín gefur fallegan gljáa og mikilvægt er að stirni á hárið, ekki sízt þegar sólskin er.
-Ég legg áherslu á hversu MJÖG miklivægt sé að hári skíni (sjá bjórinn hér að ofan)

Falleg, skær og frískleg augu

Einu sinni í viku má setja einn dropa af appelsínu- eða sítrónusafa í hvorn augnakrók, það svíður andartak, en þetta hefur fegrandi og hressandi áhrif á augun.

Vegna þess hve sjór inniheldur mikið magn af joði og málmsöltum hefur hann einnig afar góð áhrif á augun, og á sumrin ættu því allar ungar stúlkur að stunda sjóböð og synda í kafi með opin augun.

-Um, já, klárlega. Á hverjum degi í sumar. Ég þar.

Notið gleraugu ef nauðsyn krefur. Margar ungar stúlkur, sem ættu í rauninni að nota gleraugu, veigra sér við því, vegna þess að þær halda að þær verði ekki eins aðlaðandi við það. En það er gömul bábilja frá þeim tíma, þegar gleraugnaumgerðir voru ósmekklegar og ljótar.

Tennurnar - hin eftirsótta perluröð

Þurrkaður og síðan mulinn appelsínubörkur er heilsusamlegt og gott tannduft.

-Og hvað er tannduft?

Ef blæðir úr tannholdinu við venjulega burstun, getur það verið merki þess að mann vanti C-vítamín. Reynið undir þeim kringumstæðum að drekka safann úr einni sítrónu á hverjum morgni í heilan mánuð.

Einu sinni í viku má bursta tennurnar úr eftirfarandi blöndu:
15 g krít

20 g mulin viðarkol
10 dropar bergamotteolía
20 g negulolía

-Namminamm, krít og mulin viðarkol! Hvernig á það samt að gera tennurnar hvítari?

Hendur eiga að vera vel hirtar

Hvítir blettir á nöglunum hverfa,þegar drukkið er daglega, glas af ávaxtasafa sem 3-4 blöð af matarlími eru leyst upp í.
-Mmmm, meira namm en viðarkolin!



Hvernig er hægt að fá fallega fætur- og granna ökla?

Gildir öklar. Hafi maður mjög gilda ökla (eða "fílafætur") þarf að taka þá til meðferðar strax, svo þeir angri mann ekki það sem eftir er ævinnar. Sumir fótleggir - þeir eru sjaldgæfir sem betur fer - eru svo þreknir, að ekki er hægt að fegra þá að neinu ráði. Annars er það altítt nú á dögum að fæturnir séu skornir upp, og það er hægt án þess að ör verðir eftir og maður gleðsr yfir því allaævi.
-Fílafætur og lífið er ekki þess virði að lifa. Nema maður fari í uppskurð í sumarfríinu eins og tíðkaðist víst í Hollywood á þessum tíma...

Bjúgfætur og kiðfætur er einnig í mörgum tilfellum hægt að lagfæra að miklum mun með Mensendieck-æfingum.
-Mensendieckbleckmendunblee...?

Að vinna gegn vefjabólgu (appelsínuhúð)

Vefjabólgur eru eiginlega sjúkdómur sem lítill gaumur hefur verið gefinn fram að þessu. Fólk sem stundar íþróttir í hófi og grænmetisætur, fær sjaldan vefjabólgur. Í Bandaríkjunum - til dæmis - er sjúkdómurinn næstum óþekktur, því Bandaríkjamenn hafa allt aðrar matarvenjur. Þeir nota ekki uppbakaðar sósur og samanbrasaða rétti. Til að losna við vefjabólgurnar verður á hverjum degi að borða grænmeti og ávexti, hafa hæfilega hreyfingu og halda önduninni í lagi.
-Já, í Bandaríkjunum. Og ef maður andar rétt fær maður þá ekki appelsínuhúð?

Mikið er ég fegin að vera ekki ærlegur kvenmaður in the wild, wild 50's. Reyndar hálfpartinn að vera sjálfskipuð strákastelpa in the wild, wild 00's. Þ.e.a.s. stutthærð í fötum bróður míns, sem er að sjálfsögðu hoppandi af kæti yfir því.

Not.


-"Gaur, þú gleymdir briljantíninu!"

5 comments:

Gibba Gibb said...

Dr. Mensendieck var kona fædd 1861 í NY. Hún þróaði æfingar fyrir rétta líkamsstöðu handa fólki með slæma líkamsstöðu! Spennandi linkur right here! Hehehehe

En þvílík gullmolabók... mergsolía í hárið hlýtur að gera kraftaverk með ullarfeitinni (lanolin) hahaha! Og sítróna og sjór í augun. Ái. :D
Hvar fannstu þessa bók?

Halldóra Eldjárn said...

Kafteinn Mútter keypti þessa bók fyrir löngu.
Sjór í augun er ábyggilega í lagi (saltvatn) en það er helvíti kalt í sjónum (been there, done that). Sítrónur? tjaa, veit ekki með það sko, held það sé of sársaukafullt, ég sætti mig bara við grá og guggin augu.... lol

birta said...

ég á einmitt svipaða bók, bara um siðprýði og háttvísi við mismunandi tilefni. kannski ég geri svipaða færslu við tækifæri?

Halldóra Eldjárn said...

Það er virkilega þörf færsla, Birta mín. Beinlínis bráðnauðsynleg!

Tinna said...

Síðan hvenær er appelsínuhúð sjúkdómur?