...eða Museum of Bad Art.
Safnið er í Massachusetts og stofnað árið 1994.
Einkennisverk safnsins er "Lucy in the field with flowers" og er alveg yndislega ljótt. Myndin sýnir gamla, gráhærða konu með lafandi brjóst og illilegar, gráar augabrúnir. Hún dansar um blómlegan akurinn með rauðan stól fastan á rassinum. Svo virðist sem bakgrunnurinn standi í ljósum logum en mest heillandi þykja mér þó blóðsletturnar neðst á myndinni. Einstakt, algjörlega einstakt verk.
Lucy í öllum sínum mikilfengleika
Svo er þar annað málverk, "Sunday on the pot with George", mynd af eldri manni, einnig með lafandi brjóst, í hvítri bleyju. Hann er feitur og sællegur og afskaplega sáttur á svipinn. Sem er kannski undarlegt að í ljósi þess að hann virðist sitja í drullu upp að ökklum. Myndin er í anda pointilisma sem gerir það að verkum hún lítur svolítið út eins og litblindupróf.
Sunnudagshægðir með George
Wednesday, April 1, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

1 comment:
Einstakt verk, segirðu, algjörlega einstakt - og sem betur fer, segi ég nú bara.
Post a Comment