Ergo, ég.
Því samkvæmt skammtafræðinni er tilveran ekki til og því er hvorki nafli né ég til staðar og þess vegna er ég naflinn.
Þeir sem vilja vera viðræðuhæfir ef ske kynni að þeir rækjust (haha) á naflann ættu að íhuga að kynna sér eftirfarandi greinar/myndbönd/upplýsingar:
Matarlyst er ofmetin en mér þykir "ruining the appetite" afskaplega gott afþreyingarefni. Til dæmis þessi grein um málsverði fyrir sadista/kjötætur og svo þessi grein sem listar þá veitingastaði víðsvegar um heiminn sem eru sérstaklega til þess að fá fólk til að missa fyrrnefnda matarlyst.
Bon appetite!
En þá vantar væntanlega viðeigandi dinnermúsík. Ekki örvænta, því mér barst til eyrna þessi tvö yndislegu tónverk:
Nr.1 - Versta lag í heimi: Þrír vaskir menn lögðu könnun fyrir fólk (alveg áreiðanlega bandarískt) til að komast að því hvað það síst vildi heyra í lagi. Lagið inniheldur m.a. barnakór, rappandi óperusöngkonu, sekkjapípu og svo mætti lengi telja.
Nr. 2 - Besta lag í heimi (umdeilt af naflanum): Sömu vösku garpar ákváðu að semja síðan lag með þeim elementum sem væru vinsælust, samkvæmt skoðanakönnunum þeirra. Það er, að mati naflans, ekki jafn gott og slæma lagið en þessi crowd-pleaser hittari fjallar um ást og frama og bónorð, túlkað með tenórsaxófón og viðbjóðslegum 80's trommufítus.
Og fyrst að komið er á rómantísku nóturnar (saxófónn kemur þar við sögu) þá langar mig að benda á þessa síðu, sem inniheldur portúgölsk ljóð. Held ég. Ég kann ekki portúgölsku. En ég ætla að læra hana.Og þá ætla ég að fara með þessi ljóð.
Desprotegida a noite foi assaltada por memórias
Azul profundo
Carmim
Amarelas
Seus bracos abertos se encheram de sono
Seu cabelo solto de vento
Seus olho de silencio
-epískt. Held ég.
Í framhaldi af því að gera skrýtna hluti þá fannst mér það sniðugt að sækja um skrýtnar vinnur, til dæmis:
-Á sólbaðsstofu
-Leiðsögumaður á Árbæjarsafni
-Mystery shopper
-Skapandi Sumarstörf (SS)
og ef ske kynni, enn og aftur, að einhver ætti (eða hefði aðgang að) myndinni "Dreams that money can buy" má sá hinn sami gefa sig fram. Takk.
vei
Saturday, March 21, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

6 comments:
Aahahhahaha, ég er að hlusta á þetta versta lag í heimi. :D AHAHA! Spennt að heyra besta lagið.
Miss you navel!
SS! er ekkert skrýtið!
naflinn er skrýtinn!
FEIS.
Naflinn viðurkennir eftirfarandi staðreynd: Naflinn er skrýtinn. En naflinn er svo sætur að það gerir ekkert til?
p.s. Naflinn fílar/elefanterar ekki Berlín
2/3 þessara vösku manna, rússarnir Komar og Melamid, tóku svipaðan pól í hæðina varðandi málverk: Sjá hér.
Þess ber enn fremur að geta að skv. upplýsingum á heimasíðu eiga 74 +/- 12% mannkyns að fíla besta lag í heimi. Með sömu aðferð má sýna fram á (að því gefnu að svör við spurningum séu óháð) að færri en 200 manns í heiminum fíli það versta.
(Þess ber að geta að í þessu samhengi jafngildir heimurinn Bandaríkjum Norður-Ameríku.)
Péess: Þú þarft, nafli kær, að útskýra þessa skammtafræði við tækifæri. Hún hefur alltaf staðið svolítið í mér.
Farðu að sjá Eterinn, ég hef allar mínar upplýsingar þaðan.... plús alveg nokkuð skemmtileg og áhugaverð sýning!
hahahahaha sólbaðstofu, úff dóra, við þurfum að fara worka tanið í sumar ;) svindla smá og skella okkur á stofuna!
Post a Comment