Ég hef ákveðið að árið 2009 verði helgað skrýtnum (og oftast tilgangslausum) hlutum, uppákomum og atburðum af ýmsu tagi.
Ég er búin að heimsækja Kjarvalsstaði og búa til mína eigin taflmenn (og tapa einni skák), horfa á sýningarkennslu í ávaxtaútskurði hjá tælenskri konu í Gerðubergi, skoða Gullfoss og Geysi (kommon, hvaða Íslendingur gerir það?), sjá undanúrslit Íslandsmeistaramóts kaffibarþjóna og pósa hálfnakin í fjörunni í Gróttu í (ábyggilega) nokkurra stiga frosti og (ca.) 30 metrum á sekúndu.
Ég á eftir að verða vitni að landslagsarkitektum planta blómum hjá Norræna húsinu og sjá heimildarmynd um tísku í Færeyjum, Íslandi og Grænlandi, seinna í mars.
Hins vegar er ég að verða uppiskroppa með undarlega hluti að gera og auglýsi hér með eftir sérkennilegum atburðum á dagskrá. Það má líka vera memm...
Monday, March 9, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

1 comment:
En þú tapaðir ekkert skákinni kjáninn þinn! Anars er miklu skemmtilegra að gera skrítna hluti sem eru litnir hornauga heldur en að gera eitthvað sem er samfélagslega samþykkt. Heh. Rebelz. We iz dem
Post a Comment