Ég tók hinsvegar sundkisann á þetta í dag og synti í Laugardalslauginni. Buslaði, held ég, 800 metra eða þangað til að ég var farin að skæla klórtárum. Þá gafst ég upp settist í heita pottinn til að nudda úr mér augun.
Það sem fer hinsvegar óstjórnlega í taugarnar á mér er gamla fólkið sem syndir hægar en lamaðir simpansar. Þau raða sér líka á allar brautirnar til að maður þurfi nú örugglega að synda í sló mósjon fyrir aftan meðan þau teygja stirða armana í einhverri hreyfingu sem er líklegast baksund. Mér finnst að það ætti að vera sér brautir fyrir eldri borgara þar sem þau geta þóst vera að synda.
Sundlaugar eru líka greinilega ekki hannaðar fyrir hálfblint fólk. Eins og mig. Og ég tek þessu sem persónulega árás á mig. Því ég sé sundlaugina einhvern veginn svona:
Sem þýðir að ég þarf að þreifa mig áfram og standa fyrir framan skiltin svo nefbroddurinn snerti þau til sjá hvar í andskotanum stendur þar. Og verð ofsalega fúl þegar það stendur: "Varúð! Gólfið er hált!" eða "Togið". Ég vissi það alveg, sko.
Annað slæmt við að vera hroðalega nærsýnn í sundi (ég er á leiðinni að verða löglega blind, með -6, enn sem stendur er ég bara ólöglega blind) er að maður veit ekkert hvert maður er að horfa. Þannig að ég gæti verið að glápa heillengi á einhvern, og valdið viðkomandi ábyggilega miklum óþægindum, án þess að gera mér grein fyrir því að ég hef, seinustu fimm mínúturnar, verið að stara á brjóstin á einhverjum (veit ekki alveg hvort karl- eða kvenkyns brjóst er neyðarlegra)
Kveðja, pirraði pervertinn sem fékk að bulla í útvarpið

3 comments:
Hehehe, ég skil hvað þú meinar. Mín aðferð til að losna við gamla fólkið er að synda geðveikt hratt flugsund með nægilega miklu skvetti og taka fram úr þeim. Það hræðir þau svona oftast af brautinni sem ég er á og á endanum eru þau komin í hnapp af hræðslu e-s staðar undir rennibraut/stiga.
Þarf að beita hörkunni á þetta gamla fólk. :P Ég lofa að koma með þér í sund við fyrsta tækifæri. Kemstu eftir viku?
LOL! Ég þarf greinilega að læra flugsund! Eða ekki, ég að reyna að synda flugsund er ábyggilega miklu hræðilegra!
Bittinú, bittinú hvenær er von á þér heim? :O
Aulinn þinn fáðu þér svona sundgleraugu með sjóngleri, þá ertu hvorki blind né með klór í augunum!
Post a Comment