Monday, April 13, 2009

Ormar

Ormar eru ógeðslegir. Og ekki bara ógeðslegir heldur líka heimskir og ósvífnir.
Það er þekkt staðreynd að stundum rignir. Það er líka þekkt staðreynd að það er ekkert sérstaklega gaman þegar rignir. Og einhverra hluta vegna telja ormar það skyldu sína, til að bæta á ömurleikann, að skreiðast upp á yfirborðið og drukkna, fyrir allra augum. Fjöldasjálfsmorð á almannafæri. Ósvífnin!

Það vill enginn sjá viðbjóðslega bleikan og slímugan vitleysing engjast um í rigningarpolli. Eða ég get ímyndað mér að enginn vilji sjá það (nema kannski leikstjóri The Wall sem fannst greinilega nauðsynlegt að koma inn skoti af ánamaðkakássu í miðri mynd).
Maður hefði haldið að ormarnir lærðu af reynslunni og skríddu ekki upp þegar þeir fyndu fyrir dropunum skella á jörðina. En nei, þessi auma lífvera getur ekki einu sinni séð sóma sinn í því að drukkna bara þar sem þróunarkenningin kom þeim fyrir.

Fuglar notfæra sér einmitt heimsku þeirra í að næla sér í málsverð. Þeir trampa aðeins á moldinni svo að vitleysingjarnir halda að það rigni and thus, troða sér upp úr moldinni til að drepast þar sem pottþétt enginn missir af því.

Bjakk

Vægast sagt

No comments: