Mig langar svo í gælusvín!
Það á að vera lítið dvergsvín og hann á að heita Rekkjusvín Eldjárn.
Svín eru klárlega mest awesome dýr í alheiminum...
Ég ætla samt að fá mér svona: Tebollasvín!
Thursday, April 30, 2009
Wednesday, April 29, 2009
Jón Espólín
„Fríður var hann sýnum og mikill vexti; hæð hans var 73 þumlungar, en yfir axlir og brjóst 50 þumlungar að dönsku máli; armaþrekinn, fögur höndin, í smærra lagi eftir vexti og skófætur snotrir [...] ljóseygur og augun í stærra lagi og opineygur og heldur rýnd á efri árum, en sá lengst af afarvel á bók.
Ég vildi óska að fólki væri enn í dag lýst á þennan hátt.
Saturday, April 25, 2009
Thursday, April 23, 2009
Ég og umhverfi mitt (gay)
Saturday, April 18, 2009
Sund
Ég var tyrkneskur sundkisi í fyrra lífi. Og þar áður Hattarinn í Undralandi.
Ég tók hinsvegar sundkisann á þetta í dag og synti í Laugardalslauginni. Buslaði, held ég, 800 metra eða þangað til að ég var farin að skæla klórtárum. Þá gafst ég upp settist í heita pottinn til að nudda úr mér augun.
Það sem fer hinsvegar óstjórnlega í taugarnar á mér er gamla fólkið sem syndir hægar en lamaðir simpansar. Þau raða sér líka á allar brautirnar til að maður þurfi nú örugglega að synda í sló mósjon fyrir aftan meðan þau teygja stirða armana í einhverri hreyfingu sem er líklegast baksund. Mér finnst að það ætti að vera sér brautir fyrir eldri borgara þar sem þau geta þóst vera að synda.
Sundlaugar eru líka greinilega ekki hannaðar fyrir hálfblint fólk. Eins og mig. Og ég tek þessu sem persónulega árás á mig. Því ég sé sundlaugina einhvern veginn svona:

Sem þýðir að ég þarf að þreifa mig áfram og standa fyrir framan skiltin svo nefbroddurinn snerti þau til sjá hvar í andskotanum stendur þar. Og verð ofsalega fúl þegar það stendur: "Varúð! Gólfið er hált!" eða "Togið". Ég vissi það alveg, sko.
Annað slæmt við að vera hroðalega nærsýnn í sundi (ég er á leiðinni að verða löglega blind, með -6, enn sem stendur er ég bara ólöglega blind) er að maður veit ekkert hvert maður er að horfa. Þannig að ég gæti verið að glápa heillengi á einhvern, og valdið viðkomandi ábyggilega miklum óþægindum, án þess að gera mér grein fyrir því að ég hef, seinustu fimm mínúturnar, verið að stara á brjóstin á einhverjum (veit ekki alveg hvort karl- eða kvenkyns brjóst er neyðarlegra)
Kveðja, pirraði pervertinn sem fékk að bulla í útvarpið
Ég tók hinsvegar sundkisann á þetta í dag og synti í Laugardalslauginni. Buslaði, held ég, 800 metra eða þangað til að ég var farin að skæla klórtárum. Þá gafst ég upp settist í heita pottinn til að nudda úr mér augun.
Það sem fer hinsvegar óstjórnlega í taugarnar á mér er gamla fólkið sem syndir hægar en lamaðir simpansar. Þau raða sér líka á allar brautirnar til að maður þurfi nú örugglega að synda í sló mósjon fyrir aftan meðan þau teygja stirða armana í einhverri hreyfingu sem er líklegast baksund. Mér finnst að það ætti að vera sér brautir fyrir eldri borgara þar sem þau geta þóst vera að synda.
Sundlaugar eru líka greinilega ekki hannaðar fyrir hálfblint fólk. Eins og mig. Og ég tek þessu sem persónulega árás á mig. Því ég sé sundlaugina einhvern veginn svona:
Sem þýðir að ég þarf að þreifa mig áfram og standa fyrir framan skiltin svo nefbroddurinn snerti þau til sjá hvar í andskotanum stendur þar. Og verð ofsalega fúl þegar það stendur: "Varúð! Gólfið er hált!" eða "Togið". Ég vissi það alveg, sko.
Annað slæmt við að vera hroðalega nærsýnn í sundi (ég er á leiðinni að verða löglega blind, með -6, enn sem stendur er ég bara ólöglega blind) er að maður veit ekkert hvert maður er að horfa. Þannig að ég gæti verið að glápa heillengi á einhvern, og valdið viðkomandi ábyggilega miklum óþægindum, án þess að gera mér grein fyrir því að ég hef, seinustu fimm mínúturnar, verið að stara á brjóstin á einhverjum (veit ekki alveg hvort karl- eða kvenkyns brjóst er neyðarlegra)
Kveðja, pirraði pervertinn sem fékk að bulla í útvarpið
Monday, April 13, 2009
Ormar
Ormar eru ógeðslegir. Og ekki bara ógeðslegir heldur líka heimskir og ósvífnir.
Það er þekkt staðreynd að stundum rignir. Það er líka þekkt staðreynd að það er ekkert sérstaklega gaman þegar rignir. Og einhverra hluta vegna telja ormar það skyldu sína, til að bæta á ömurleikann, að skreiðast upp á yfirborðið og drukkna, fyrir allra augum. Fjöldasjálfsmorð á almannafæri. Ósvífnin!
Það vill enginn sjá viðbjóðslega bleikan og slímugan vitleysing engjast um í rigningarpolli. Eða ég get ímyndað mér að enginn vilji sjá það (nema kannski leikstjóri The Wall sem fannst greinilega nauðsynlegt að koma inn skoti af ánamaðkakássu í miðri mynd).
Maður hefði haldið að ormarnir lærðu af reynslunni og skríddu ekki upp þegar þeir fyndu fyrir dropunum skella á jörðina. En nei, þessi auma lífvera getur ekki einu sinni séð sóma sinn í því að drukkna bara þar sem þróunarkenningin kom þeim fyrir.
Fuglar notfæra sér einmitt heimsku þeirra í að næla sér í málsverð. Þeir trampa aðeins á moldinni svo að vitleysingjarnir halda að það rigni and thus, troða sér upp úr moldinni til að drepast þar sem pottþétt enginn missir af því.
Bjakk
Vægast sagt
Það er þekkt staðreynd að stundum rignir. Það er líka þekkt staðreynd að það er ekkert sérstaklega gaman þegar rignir. Og einhverra hluta vegna telja ormar það skyldu sína, til að bæta á ömurleikann, að skreiðast upp á yfirborðið og drukkna, fyrir allra augum. Fjöldasjálfsmorð á almannafæri. Ósvífnin!
Það vill enginn sjá viðbjóðslega bleikan og slímugan vitleysing engjast um í rigningarpolli. Eða ég get ímyndað mér að enginn vilji sjá það (nema kannski leikstjóri The Wall sem fannst greinilega nauðsynlegt að koma inn skoti af ánamaðkakássu í miðri mynd).
Maður hefði haldið að ormarnir lærðu af reynslunni og skríddu ekki upp þegar þeir fyndu fyrir dropunum skella á jörðina. En nei, þessi auma lífvera getur ekki einu sinni séð sóma sinn í því að drukkna bara þar sem þróunarkenningin kom þeim fyrir.
Fuglar notfæra sér einmitt heimsku þeirra í að næla sér í málsverð. Þeir trampa aðeins á moldinni svo að vitleysingjarnir halda að það rigni and thus, troða sér upp úr moldinni til að drepast þar sem pottþétt enginn missir af því.
Bjakk
Vægast sagt
Saturday, April 11, 2009
Óhjákvæmilegt
...fimm sekúndum seinna dó hann úr innvortis blæðingum.
Afsakið, það var bara verið að spila Ólöfu Arnalds á H&V í fyrradag, mig langaði voða mikið að snúa nokkra kettlinga úr hálsliðnum en þetta varð að duga.
Wednesday, April 1, 2009
MoBA
...eða Museum of Bad Art.
Safnið er í Massachusetts og stofnað árið 1994.
Einkennisverk safnsins er "Lucy in the field with flowers" og er alveg yndislega ljótt. Myndin sýnir gamla, gráhærða konu með lafandi brjóst og illilegar, gráar augabrúnir. Hún dansar um blómlegan akurinn með rauðan stól fastan á rassinum. Svo virðist sem bakgrunnurinn standi í ljósum logum en mest heillandi þykja mér þó blóðsletturnar neðst á myndinni. Einstakt, algjörlega einstakt verk.
Lucy í öllum sínum mikilfengleika
Svo er þar annað málverk, "Sunday on the pot with George", mynd af eldri manni, einnig með lafandi brjóst, í hvítri bleyju. Hann er feitur og sællegur og afskaplega sáttur á svipinn. Sem er kannski undarlegt að í ljósi þess að hann virðist sitja í drullu upp að ökklum. Myndin er í anda pointilisma sem gerir það að verkum hún lítur svolítið út eins og litblindupróf.
Sunnudagshægðir með George
Safnið er í Massachusetts og stofnað árið 1994.
Einkennisverk safnsins er "Lucy in the field with flowers" og er alveg yndislega ljótt. Myndin sýnir gamla, gráhærða konu með lafandi brjóst og illilegar, gráar augabrúnir. Hún dansar um blómlegan akurinn með rauðan stól fastan á rassinum. Svo virðist sem bakgrunnurinn standi í ljósum logum en mest heillandi þykja mér þó blóðsletturnar neðst á myndinni. Einstakt, algjörlega einstakt verk.
Lucy í öllum sínum mikilfengleika
Svo er þar annað málverk, "Sunday on the pot with George", mynd af eldri manni, einnig með lafandi brjóst, í hvítri bleyju. Hann er feitur og sællegur og afskaplega sáttur á svipinn. Sem er kannski undarlegt að í ljósi þess að hann virðist sitja í drullu upp að ökklum. Myndin er í anda pointilisma sem gerir það að verkum hún lítur svolítið út eins og litblindupróf.
Sunnudagshægðir með George
Subscribe to:
Comments (Atom)

