Ég sit bara og bíð eftir að íslensku fjölmiðlarnir ákveði að ekki sé lengur hipp og kúl að tala um kreppuna. Ég hef algjörlega óbeit á hvernig þeir taka á málunum. Óbeitin beinist að fjölmiðlum yfirleitt en ég hef alveg sérstakt dálæti á að láta þá íslensku fara í taugarnar á mér.
Íslenskur fjölmiðill: "Kæri herra Stjórnmálamaður sem skiptir engu máli, við fengum bara ekki að tala við þá sem gera það, þú skuldar íslensku þjóðinni svör og ég er hér til að krefja þig um þau!"
Herra Stjórnmálamaður: (orðagubb sem er yfirleitt á þessa leið) "Ágæti íslenski fjölmiðill. Að svo stöddu er hvorki staður né stund að fullyrða nokkuð (hahaha, ég ætla sko ekki að segja neitt!) þar sem viðræður standa yfir og aðilar sem koma að málinu (einhverjir merkilegri en ég) reyna að komast að niðurstöðu í þessu máli.
Íslenskur fjölmiðill: "Já, okei... (wtf?!)"
Herra Stjórnmálamaður: (Scoooooore!)
Af hverju í ósköpunum þykjast fréttamenn vera að krefja ráðamenn um svör í öðru hverju viðtali? Auðvitað er nokkrum sem á ótrúlegan hátt tekst það, en athöfnin "að krefja ráðamenn um svör handa íslensku þjóðinni" felst aðallega í því að skjóta beinskeyttu spurningaflóði á viðmælendur þannig að þeir standi eftir orðlausir eins og fávitar. Jújú, æðislegt. Þú gast troðið ummælum viðmælanda þíns aftur ofan í kokið á honum og hann getur enga björg sér veitt. Það er ekki að krefja fólk um svör, það heitir að "hafa rétt fyrir sér á opinberum vettvangi", sem sýnir bara fram á manns eigið ágæti en er í raun svo tilgangslaus atburðarás að það hefði allt eins mátt sleppa henni.
Í augnablikinu er í tísku að grafa upp börn sem "sáu kreppuna fyrir". Geðveikt, sýnum fram á vanhæfni "flokksdindlanna" (quote: Guðmundur Ólafsson) með því að finna börn sem hafa skoðun á kreppunni. Hvað er næst? Teikn frá náttúrunni? "Heimilisköttur í Garðabænum sá fyrir kreppuna!" Hann byrjaði að mjálma hástöfum og svo klukkutíma síðar varð Glitnir lýstur gjaldþrota, segir hin heimavinnandi húsmóðir, eigandi þessa forsjála kattar.
Ég bíð spennt.....
Tuesday, October 28, 2008
Wednesday, October 22, 2008
Herra Gottskálk tekur sig á
Herra Gottskálk var stór maður og mikill um sig. Hann svaf ætíð sitjandi til að koma í veg fyrir að lungun féllu saman undan þunga hans. Hann minnti helst á hval rekinn á land þar sem hann lá makindalegur og reyndi framast sem hann gat að komast hjá því að stíga fæti út fyrir rúmstokkinn.
Gestir voru sjaldséðir í litlu risíbúðinni. Fæstir þoldu lengi við í návist Gottskálks sem gerði sér að leik að úthúða hverjum sem hann taldi sig hafinn yfir. Ófáir sölumenn hreinlætisvara og trúboðar höfðu gengið á braut, niðurlútir með tárin í augun eftir viðeign við skaphundinn Gottskálk.
Myndarleg ístran skagaði út í loftið og náði næstum því út fyrir rúmbríkina. Undirhökurnar löfðu í fellingum niður á bringuna sem reis og hneig í takt við másandi andardráttinn. Holdmiklar kinnarnar líktust tveimur loftlausum boltum og hann var alltaf blautur af svita undir öllu hnakkaspikinu. Hálslaus var hann með öllu og augun sukku inn í grísalegt andlitið. Dökkgrár hárflókinn var farinn að þynnast verulega og sítt, rytjulegt skeggið hlykkjaðist yfir undirhökurnar eins og snákur yfir sandhóla í eyðimörk. Hann var eins og gamalt, þrútið bjúga þarna sem hann lá í rúminu og svitnaði af áreynslu við að skófla í sig mat sem hefði dugað í nokkrar fermingarveislur.
Undanförnum áratug, eða frá því að hann lét af störfum, hafði herra Gottskálk að mestu eytt í rekkju sinni. Hann fékk sér fartölvu og síma og sinnti öllum sínum erindum rafrænt til að takmarka viðureignir við aðra. Einu reglulegu samskiptin sem hann átti við aðrar lifandi manneskjur voru vikulegar heimsóknir heyrnalausrar konu sem þreif hjá honum og daglegar sendingar frá hinum ýmsu skyndibitastöðum hverfisins. Lífið gat vart orðið betra.
Venjulega var langt liðið á hádegi þegar herra Gottskálk loksins rumskaði eftir sjónvarpsgláp fram eftir nóttu. Það var því einkar óvenjulegt fyrir hann að vakna, opna augun og við blasti einungis svart náttmyrkrið. Hann pírði augun og reyndi að greina útlínur herbergisins. Það var ekki enn kominn dagur! Hvers vegna var hann vaknaður? Horfði hann ekki nægilega lengi á imbakassann í gærkvöldi? Hann þreif vekjaraklukkuna sem sýndi að klukkan væri tuttugu mínútur gengin í átta. Afundinn og hálfmóðgaður henti hann klukkunni aftur á sinn stað.
Skerandi tómatilfinning nísti skyndilega gegnum merg og bein. Herra Gottskálk tók andköf af undrun. Það var eins og svarthol hefði myndast í honum miðjum og sogaði til sín allan lífskraft sem bjó innra með honum. Skelfdur greip hann um magann og reri fram í gráðið. Hvað var að koma yfir hann? Fyrst vaknar hann fyrir allar aldir og svo þetta! Hann hætti að rugga sér og skökk brosgeifla myndaðist á bústnu andlitinu. Auðvitað, hann kláraði ekki seinni kvöldmatinn í gær. Þetta hlutu að vera hungurverkir, þessi skerandi tómleiki. Hann lagði leið sína í átt að eldhúsinu og tróð í sig í einni svipan afgangi gærkvöldsins. Hann tuggði, kyngdi og beið síðan óþreyjufullur. Tómatilfinningin hvarf ekki heldur magnaðist til muna. Óttasleginn hugsaði herra Gottskálk með sér að kannski hefði hann farið rangt að þessu, kannski var einhver önnur matartegund sem myndi slá á óþægindatilfinninguna. Það var ekkert af þessum heimi sem smá matarbiti gat ekki komið í lag.
Herra Gottskálk eyddi því lunganum úr þessu fagra og bjarta degi í að borða allt sem kjafti kom í von um að fylla þrúgandi svartholið innan í sér.
Það var langt liðið á kvöld þegar hann loksins gafst upp, hlammaði sér á rúmstokkinn og fór að skæla. “Ósanngjarnt! Ég hafði það svo gott hingað til! Hvað gerði ég til að verðskulda þetta ástand?” stundi hann upp milli ekkasoganna. Þegar hann loks hafði grenjað nægu sína lyfti hann rauðbólgnu andlitinu af holdvotum og klístruðum koddanum. Verðskuldaði hann þetta virkilega?
Herra Gottskálk hóf að rifja upp fortíð sína. Hafði hann einhversstaðar á lífsleiðinni misboðið æðri máttarvöldum? Minnið var reyndar ekki jafn gott og það var sökum langra setna fyrir framan sjónvarpið. Hann mundi eftir sjálfum sér ungum að leik við hund fjölskyldunnar. Uppeldið á honum var sæmilegt og heimilsaðstæður ekkert til að kvarta undan. Hann mundi eftir fyrsta vinnudeginum. Hann hafði varla slitið barnsskónum þegar hann var kominn með hamar í hönd og nagla í munnvikin. Síðan þá hafði vinnan verið hans líf. Sumarfríin voru fábrotin og eyddi hann þeim mestmegnis í lestur og annað sér til dundurs. Einu sinni lét hann það þó eftir sér að fara niður að fjöru á sólríkum sumardegi. Hann mundi glöggt eftir þessum degi. Nokkrir strákhvolpar léku sér með hávaða og látum í sandinum sem fór óstjórnlega í taugarnar á Gottskálki. Það ætti að geyma öll börn lokuð og innilæst þar til þau hefðu náð fullorðinsaldri. Sáttur með sjálfan sig eftir að hafa öskrað nokkur vel valin skammaryrði að drengjunum settist hann niður og lét sandinn leika um berar tærnar.
Tærnar! Auðvitað tærnar!
Ó, þau ár er liðin voru og hann hafði hvorki séð tangur né tetur af blessuðum tánum. Hann stökk á lappir, eins hratt og hann mátti, og hóf að reigja sig og beygja og snúa upp á sig á alla kanta í veikri von um að sjá glitta í þær örskotsstund. Eina sem var í sjónmáli var fyrirferðamikill búkurinn. Hann dæsti í uppgjöf og settist niður aftur, sorgmæddur og niðurdreginn. Söknuðurinn við tærnar var nánast óbærilegur.
Eftir langt þóf hugsaði hann með sér að hann myndi ekki líta glaðan dag á ný fyrr en tærnar kæmu í ljós. Þarna, á þessari stundu, ákvað herra Gottskálk að nú myndi hann hætta að lifa hinu ljúfa lífi. Skyldi hann líta aftur ástkærar tærnar þyrfti sko að taka á. Munaðarlífið yrði gefið upp á bátinn, gönguskórnir reimaðir á og ekkert dugaði nema megrun. Hann fékk ógeðshroll við tilhugsunina en bægði strax burtu öllum neikvæðum uppgjafarhugsunum.
Herra Gottskálk reis úr rekkjunni og valhoppaði af stað í forstofuna. Spikið samgladdist og skoppaði með, bomm, bomm, bomm. Neðst á botni fataskápsins fann hann rykfallna gönguskóna. Hann skríkti af kæti þegar honum tókst að troða sér í þá. Reyndar gat hann ekki beygt sig til að reima en spenningurinn var of mikill til að kippa sér upp við það. Hann sá tærnar í hillingum þegar hann rykkti í hurðarhúninn og slengdi upp hurðinni af svo miklum krafti að hún rétt hékk á hjörunum. Hann var orðinn másandi af áreynslu en það var ekkert sem gat stöðvað hann núna!
Nema lausu skóreimarnar.
Í fyrstu tröppunni hnaut herra Gottskálk um bévítans reimina og endasentist niður í boga.
Hann valt niður allar tröppurnar í húsinu, skoppandi eins og bolti. Spikið skoppaði skelfingu lostið með, bomm, bomm, bomm. Óhugnarlegir brestir fylgdu hverri veltu þegar beinin gáfu sig undan gífurlegum þunganum. Þegar hann loksins staðnæmdist mynduðu undirhökurnar einkennilega snúnar fellingar utan um mölbrotinn hálsinn og höfuðið sneri þveröfugt. Grátbroslegur undrunarsvipur var á andliti hans.
Það síðasta sem herra Gottskálk sá þar sem hann lá í andarslitrunum voru illa hirtar, ólystugar tærnar.
Svo gaf hann upp öndina og dó.
Svo bíð ég eftir að Ragnhildur íslenskukennari tæti uppkastið í sig og rakki söguna niður í pytt.
Ég hlakka óstjórnlega til.
Gestir voru sjaldséðir í litlu risíbúðinni. Fæstir þoldu lengi við í návist Gottskálks sem gerði sér að leik að úthúða hverjum sem hann taldi sig hafinn yfir. Ófáir sölumenn hreinlætisvara og trúboðar höfðu gengið á braut, niðurlútir með tárin í augun eftir viðeign við skaphundinn Gottskálk.
Myndarleg ístran skagaði út í loftið og náði næstum því út fyrir rúmbríkina. Undirhökurnar löfðu í fellingum niður á bringuna sem reis og hneig í takt við másandi andardráttinn. Holdmiklar kinnarnar líktust tveimur loftlausum boltum og hann var alltaf blautur af svita undir öllu hnakkaspikinu. Hálslaus var hann með öllu og augun sukku inn í grísalegt andlitið. Dökkgrár hárflókinn var farinn að þynnast verulega og sítt, rytjulegt skeggið hlykkjaðist yfir undirhökurnar eins og snákur yfir sandhóla í eyðimörk. Hann var eins og gamalt, þrútið bjúga þarna sem hann lá í rúminu og svitnaði af áreynslu við að skófla í sig mat sem hefði dugað í nokkrar fermingarveislur.
Undanförnum áratug, eða frá því að hann lét af störfum, hafði herra Gottskálk að mestu eytt í rekkju sinni. Hann fékk sér fartölvu og síma og sinnti öllum sínum erindum rafrænt til að takmarka viðureignir við aðra. Einu reglulegu samskiptin sem hann átti við aðrar lifandi manneskjur voru vikulegar heimsóknir heyrnalausrar konu sem þreif hjá honum og daglegar sendingar frá hinum ýmsu skyndibitastöðum hverfisins. Lífið gat vart orðið betra.
Venjulega var langt liðið á hádegi þegar herra Gottskálk loksins rumskaði eftir sjónvarpsgláp fram eftir nóttu. Það var því einkar óvenjulegt fyrir hann að vakna, opna augun og við blasti einungis svart náttmyrkrið. Hann pírði augun og reyndi að greina útlínur herbergisins. Það var ekki enn kominn dagur! Hvers vegna var hann vaknaður? Horfði hann ekki nægilega lengi á imbakassann í gærkvöldi? Hann þreif vekjaraklukkuna sem sýndi að klukkan væri tuttugu mínútur gengin í átta. Afundinn og hálfmóðgaður henti hann klukkunni aftur á sinn stað.
Skerandi tómatilfinning nísti skyndilega gegnum merg og bein. Herra Gottskálk tók andköf af undrun. Það var eins og svarthol hefði myndast í honum miðjum og sogaði til sín allan lífskraft sem bjó innra með honum. Skelfdur greip hann um magann og reri fram í gráðið. Hvað var að koma yfir hann? Fyrst vaknar hann fyrir allar aldir og svo þetta! Hann hætti að rugga sér og skökk brosgeifla myndaðist á bústnu andlitinu. Auðvitað, hann kláraði ekki seinni kvöldmatinn í gær. Þetta hlutu að vera hungurverkir, þessi skerandi tómleiki. Hann lagði leið sína í átt að eldhúsinu og tróð í sig í einni svipan afgangi gærkvöldsins. Hann tuggði, kyngdi og beið síðan óþreyjufullur. Tómatilfinningin hvarf ekki heldur magnaðist til muna. Óttasleginn hugsaði herra Gottskálk með sér að kannski hefði hann farið rangt að þessu, kannski var einhver önnur matartegund sem myndi slá á óþægindatilfinninguna. Það var ekkert af þessum heimi sem smá matarbiti gat ekki komið í lag.
Herra Gottskálk eyddi því lunganum úr þessu fagra og bjarta degi í að borða allt sem kjafti kom í von um að fylla þrúgandi svartholið innan í sér.
Það var langt liðið á kvöld þegar hann loksins gafst upp, hlammaði sér á rúmstokkinn og fór að skæla. “Ósanngjarnt! Ég hafði það svo gott hingað til! Hvað gerði ég til að verðskulda þetta ástand?” stundi hann upp milli ekkasoganna. Þegar hann loks hafði grenjað nægu sína lyfti hann rauðbólgnu andlitinu af holdvotum og klístruðum koddanum. Verðskuldaði hann þetta virkilega?
Herra Gottskálk hóf að rifja upp fortíð sína. Hafði hann einhversstaðar á lífsleiðinni misboðið æðri máttarvöldum? Minnið var reyndar ekki jafn gott og það var sökum langra setna fyrir framan sjónvarpið. Hann mundi eftir sjálfum sér ungum að leik við hund fjölskyldunnar. Uppeldið á honum var sæmilegt og heimilsaðstæður ekkert til að kvarta undan. Hann mundi eftir fyrsta vinnudeginum. Hann hafði varla slitið barnsskónum þegar hann var kominn með hamar í hönd og nagla í munnvikin. Síðan þá hafði vinnan verið hans líf. Sumarfríin voru fábrotin og eyddi hann þeim mestmegnis í lestur og annað sér til dundurs. Einu sinni lét hann það þó eftir sér að fara niður að fjöru á sólríkum sumardegi. Hann mundi glöggt eftir þessum degi. Nokkrir strákhvolpar léku sér með hávaða og látum í sandinum sem fór óstjórnlega í taugarnar á Gottskálki. Það ætti að geyma öll börn lokuð og innilæst þar til þau hefðu náð fullorðinsaldri. Sáttur með sjálfan sig eftir að hafa öskrað nokkur vel valin skammaryrði að drengjunum settist hann niður og lét sandinn leika um berar tærnar.
Tærnar! Auðvitað tærnar!
Ó, þau ár er liðin voru og hann hafði hvorki séð tangur né tetur af blessuðum tánum. Hann stökk á lappir, eins hratt og hann mátti, og hóf að reigja sig og beygja og snúa upp á sig á alla kanta í veikri von um að sjá glitta í þær örskotsstund. Eina sem var í sjónmáli var fyrirferðamikill búkurinn. Hann dæsti í uppgjöf og settist niður aftur, sorgmæddur og niðurdreginn. Söknuðurinn við tærnar var nánast óbærilegur.
Eftir langt þóf hugsaði hann með sér að hann myndi ekki líta glaðan dag á ný fyrr en tærnar kæmu í ljós. Þarna, á þessari stundu, ákvað herra Gottskálk að nú myndi hann hætta að lifa hinu ljúfa lífi. Skyldi hann líta aftur ástkærar tærnar þyrfti sko að taka á. Munaðarlífið yrði gefið upp á bátinn, gönguskórnir reimaðir á og ekkert dugaði nema megrun. Hann fékk ógeðshroll við tilhugsunina en bægði strax burtu öllum neikvæðum uppgjafarhugsunum.
Herra Gottskálk reis úr rekkjunni og valhoppaði af stað í forstofuna. Spikið samgladdist og skoppaði með, bomm, bomm, bomm. Neðst á botni fataskápsins fann hann rykfallna gönguskóna. Hann skríkti af kæti þegar honum tókst að troða sér í þá. Reyndar gat hann ekki beygt sig til að reima en spenningurinn var of mikill til að kippa sér upp við það. Hann sá tærnar í hillingum þegar hann rykkti í hurðarhúninn og slengdi upp hurðinni af svo miklum krafti að hún rétt hékk á hjörunum. Hann var orðinn másandi af áreynslu en það var ekkert sem gat stöðvað hann núna!
Nema lausu skóreimarnar.
Í fyrstu tröppunni hnaut herra Gottskálk um bévítans reimina og endasentist niður í boga.
Hann valt niður allar tröppurnar í húsinu, skoppandi eins og bolti. Spikið skoppaði skelfingu lostið með, bomm, bomm, bomm. Óhugnarlegir brestir fylgdu hverri veltu þegar beinin gáfu sig undan gífurlegum þunganum. Þegar hann loksins staðnæmdist mynduðu undirhökurnar einkennilega snúnar fellingar utan um mölbrotinn hálsinn og höfuðið sneri þveröfugt. Grátbroslegur undrunarsvipur var á andliti hans.
Það síðasta sem herra Gottskálk sá þar sem hann lá í andarslitrunum voru illa hirtar, ólystugar tærnar.
Svo gaf hann upp öndina og dó.
Svo bíð ég eftir að Ragnhildur íslenskukennari tæti uppkastið í sig og rakki söguna niður í pytt.
Ég hlakka óstjórnlega til.
Tuesday, October 21, 2008
Dans...
... er búinn að rústa metnaðinum mínum. Ég hef gjörsamlega engan metnað lengur fyrir neinu sem tengist ekki dansinum á einhvern hátt.
Það er að vera í kringum mig er án efa eitthvað í líkingu við að sjá um ungabarn sem getur ekki framkvæmt neitt sem er því nauðsynlegt. M&P sjá um að ég sofi og borði, vinir mínir sjá til þess að ég eigi mér eitthvað sem kallast gæti félagslíf og námsráðgjafinn sér um að ég haldist í skóla.
Ég nenni ekki að bíða, ég nenni ekki að axla ábyrgð, ég nenni ekki að fullorðnast, ég nenni ekki að vera á Íslandi, ég nenni ekki að vera föst, ég nenni ekki að læra neitt annað en það sem ég hef áhuga á.
Sem hljómar frekar mikið eins og ég sé letibikkja af versta tagi.
Mig langar aftur til Ungverjalands. Gera ekkert nema að dansa allan daginn frá 9 á morgnanna til 9 á kvöldin. Fara í pilates, gyrokinesis, alexanderstækni. Gera tilgangslausa tæknitíma á táskónum (sem eru samt ekkert nema gagnlegir). Graham, Cunningham, release, contact improvisation. Já, meira að segja Cunningham sem mér þykir alveg drepleiðinleg tækni.
Vera kúl og taka þátt í contact improvisation jam.
Jájájájájájá, það væri hægt að hafa tónlistar- og contact jam! Það sem fólki væri frjálst að flakka á milli hljóðfæra og samdansara.....
....mig langar...
ég get ekki sofið, ég er bitur og ég nenni ekki.
Skoða:
Æfing hjá Martha Graham Dance Company á verkinu Cave of the Heart, og mögnuð tónlist Norman Dello Joio
Imre Thormann sýnir Butoh-verk. Djasshljómsveitin Mobile spilar undir
Sylvie Guillem - Evidentia. Hún er snillingur, veit ekki um neinn annan dansara sem er jafn víg á klassískan og nútímadans. Plús að hún er með geðveikt svalt, rautt hár.
Það er að vera í kringum mig er án efa eitthvað í líkingu við að sjá um ungabarn sem getur ekki framkvæmt neitt sem er því nauðsynlegt. M&P sjá um að ég sofi og borði, vinir mínir sjá til þess að ég eigi mér eitthvað sem kallast gæti félagslíf og námsráðgjafinn sér um að ég haldist í skóla.
Ég nenni ekki að bíða, ég nenni ekki að axla ábyrgð, ég nenni ekki að fullorðnast, ég nenni ekki að vera á Íslandi, ég nenni ekki að vera föst, ég nenni ekki að læra neitt annað en það sem ég hef áhuga á.
Sem hljómar frekar mikið eins og ég sé letibikkja af versta tagi.
Mig langar aftur til Ungverjalands. Gera ekkert nema að dansa allan daginn frá 9 á morgnanna til 9 á kvöldin. Fara í pilates, gyrokinesis, alexanderstækni. Gera tilgangslausa tæknitíma á táskónum (sem eru samt ekkert nema gagnlegir). Graham, Cunningham, release, contact improvisation. Já, meira að segja Cunningham sem mér þykir alveg drepleiðinleg tækni.
Vera kúl og taka þátt í contact improvisation jam.
Jájájájájájá, það væri hægt að hafa tónlistar- og contact jam! Það sem fólki væri frjálst að flakka á milli hljóðfæra og samdansara.....
....mig langar...
ég get ekki sofið, ég er bitur og ég nenni ekki.
Skoða:
Æfing hjá Martha Graham Dance Company á verkinu Cave of the Heart, og mögnuð tónlist Norman Dello Joio
Imre Thormann sýnir Butoh-verk. Djasshljómsveitin Mobile spilar undir
Sylvie Guillem - Evidentia. Hún er snillingur, veit ekki um neinn annan dansara sem er jafn víg á klassískan og nútímadans. Plús að hún er með geðveikt svalt, rautt hár.
Thursday, October 16, 2008
Hrós og gagnrýni
Það fer alveg æðislega í taugarnar á mér að fá hrós. Ég þoli ekki hrós.
Jújú, auðvitað líður manni vel í smátíma eftir á en hrós er álíka skammvinnur vermir og að pissa í skóinn sinn á köldum degi. Hrós er bara staðfesting á því að maður sé að gera góða hluti, og án þess að vilja hljóma egósentrísk, þá veit fólk alveg að það er gott í því sem það gerir akkúrat núna. Annars væri maður nú lítið að reyna eitthvað.
Gagnrýni hins vegar er eitthvað áþreifanlegt. Gagnrýni er ekki eitthvað innantómt gripið úr lausu lofti bara til að segja eitthvað. Það er ALLTAF hægt að gagnrýna. Ekkert er svo óaðfinnanlega fullkomið að maður geti ekki fundið eitthvað sem mætti betur fara eða missa sín.
Egóið mitt dansaði skottís í skýjunum í gærkvöldi, en þegar leið á kvöldið varð ég bara pirruð og fúl.
Ég held að of margir Graham-tímar hjá Andreasi hafi átt sitt að segja í þessari skoðun minni, hún er afskaplega Andreas-skotin.
Jújú, auðvitað líður manni vel í smátíma eftir á en hrós er álíka skammvinnur vermir og að pissa í skóinn sinn á köldum degi. Hrós er bara staðfesting á því að maður sé að gera góða hluti, og án þess að vilja hljóma egósentrísk, þá veit fólk alveg að það er gott í því sem það gerir akkúrat núna. Annars væri maður nú lítið að reyna eitthvað.
Gagnrýni hins vegar er eitthvað áþreifanlegt. Gagnrýni er ekki eitthvað innantómt gripið úr lausu lofti bara til að segja eitthvað. Það er ALLTAF hægt að gagnrýna. Ekkert er svo óaðfinnanlega fullkomið að maður geti ekki fundið eitthvað sem mætti betur fara eða missa sín.
Egóið mitt dansaði skottís í skýjunum í gærkvöldi, en þegar leið á kvöldið varð ég bara pirruð og fúl.
Ég held að of margir Graham-tímar hjá Andreasi hafi átt sitt að segja í þessari skoðun minni, hún er afskaplega Andreas-skotin.
Subscribe to:
Comments (Atom)
