Thursday, March 26, 2009

Ung og aðlaðandi...

...er ákaflega intressant bók eftir Olgu Golbæk, gefin út fyrir rúmum 50 árum síðan. Bók þessi inniheldur leiðbeiningar fyrir ungar stúlkur á villigötum í háttvísi og snyrtingu. Mjög þarft umræðuefni, skítugu hippar með ósamstæðu vara- og naglalakkslitina.

Fyrir hárið:

Skolið gljáa í hárið! Bjór má annars nota sem hárskolunarefni fyrir allar gerðir af hári.
-Það geri ég hverja helgi á djamminu. Drukkið fólk er einstaklega natið við að passa upp á hárið manns gljái..... og fötin og skórnir og taskan líka.

Sé hárið mjög þurrt má nudda toppana úr eftirfarandi olíu:
25 g laxerolía
30 g romm

25-50 g möndluolía
10 g lanolin
10 g verbenaessens
3-4 msk mergolía
Mergurinn bræddur yfir vatnsbaði ásamt lanolíninu. Þetta er þeytt rösklega og verbenaessensinum bætt út í og rommi og síðan er því hellt á flösku og hrist vandlega.

-Mergur? Oj

Stirnir á hárið? Og svo komum við að MJÖG þýðingarmiklu atriði: Margar ungar stúlkur láta það líða hjá að setja briljantín í hárið. En briljantín gefur fallegan gljáa og mikilvægt er að stirni á hárið, ekki sízt þegar sólskin er.
-Ég legg áherslu á hversu MJÖG miklivægt sé að hári skíni (sjá bjórinn hér að ofan)

Falleg, skær og frískleg augu

Einu sinni í viku má setja einn dropa af appelsínu- eða sítrónusafa í hvorn augnakrók, það svíður andartak, en þetta hefur fegrandi og hressandi áhrif á augun.

Vegna þess hve sjór inniheldur mikið magn af joði og málmsöltum hefur hann einnig afar góð áhrif á augun, og á sumrin ættu því allar ungar stúlkur að stunda sjóböð og synda í kafi með opin augun.

-Um, já, klárlega. Á hverjum degi í sumar. Ég þar.

Notið gleraugu ef nauðsyn krefur. Margar ungar stúlkur, sem ættu í rauninni að nota gleraugu, veigra sér við því, vegna þess að þær halda að þær verði ekki eins aðlaðandi við það. En það er gömul bábilja frá þeim tíma, þegar gleraugnaumgerðir voru ósmekklegar og ljótar.

Tennurnar - hin eftirsótta perluröð

Þurrkaður og síðan mulinn appelsínubörkur er heilsusamlegt og gott tannduft.

-Og hvað er tannduft?

Ef blæðir úr tannholdinu við venjulega burstun, getur það verið merki þess að mann vanti C-vítamín. Reynið undir þeim kringumstæðum að drekka safann úr einni sítrónu á hverjum morgni í heilan mánuð.

Einu sinni í viku má bursta tennurnar úr eftirfarandi blöndu:
15 g krít

20 g mulin viðarkol
10 dropar bergamotteolía
20 g negulolía

-Namminamm, krít og mulin viðarkol! Hvernig á það samt að gera tennurnar hvítari?

Hendur eiga að vera vel hirtar

Hvítir blettir á nöglunum hverfa,þegar drukkið er daglega, glas af ávaxtasafa sem 3-4 blöð af matarlími eru leyst upp í.
-Mmmm, meira namm en viðarkolin!



Hvernig er hægt að fá fallega fætur- og granna ökla?

Gildir öklar. Hafi maður mjög gilda ökla (eða "fílafætur") þarf að taka þá til meðferðar strax, svo þeir angri mann ekki það sem eftir er ævinnar. Sumir fótleggir - þeir eru sjaldgæfir sem betur fer - eru svo þreknir, að ekki er hægt að fegra þá að neinu ráði. Annars er það altítt nú á dögum að fæturnir séu skornir upp, og það er hægt án þess að ör verðir eftir og maður gleðsr yfir því allaævi.
-Fílafætur og lífið er ekki þess virði að lifa. Nema maður fari í uppskurð í sumarfríinu eins og tíðkaðist víst í Hollywood á þessum tíma...

Bjúgfætur og kiðfætur er einnig í mörgum tilfellum hægt að lagfæra að miklum mun með Mensendieck-æfingum.
-Mensendieckbleckmendunblee...?

Að vinna gegn vefjabólgu (appelsínuhúð)

Vefjabólgur eru eiginlega sjúkdómur sem lítill gaumur hefur verið gefinn fram að þessu. Fólk sem stundar íþróttir í hófi og grænmetisætur, fær sjaldan vefjabólgur. Í Bandaríkjunum - til dæmis - er sjúkdómurinn næstum óþekktur, því Bandaríkjamenn hafa allt aðrar matarvenjur. Þeir nota ekki uppbakaðar sósur og samanbrasaða rétti. Til að losna við vefjabólgurnar verður á hverjum degi að borða grænmeti og ávexti, hafa hæfilega hreyfingu og halda önduninni í lagi.
-Já, í Bandaríkjunum. Og ef maður andar rétt fær maður þá ekki appelsínuhúð?

Mikið er ég fegin að vera ekki ærlegur kvenmaður in the wild, wild 50's. Reyndar hálfpartinn að vera sjálfskipuð strákastelpa in the wild, wild 00's. Þ.e.a.s. stutthærð í fötum bróður míns, sem er að sjálfsögðu hoppandi af kæti yfir því.

Not.


-"Gaur, þú gleymdir briljantíninu!"

Melankoli

Að fara í bíó ein er held ég eitt það undarlega skemmtilegasta sem ég geri. Maður getur einbeitt sér algjörlega að myndinni án þess að þurfa að svara spurningum, hlæja til samlætis eða furða sig af hverju þessi handleggur er skyndilega á herðum manns. Líka að fara einn í leikhús. Og á suma tónleika er í lagi að fara einn á, Sinfó og aðra sitjandi tónlistarfagnaði.
Landslagsarkitektar planta blómum á föstudaginn kl. 12:10 við Norræna húsið.
Ég þar.
Watchmen er win.
Vorið er win.
Kosta Ríka kaffi er win.
Námskeið í frétta- og heimildaljósmyndun er win.
Skrýtnir hlutir er win.
Lisa Ekdahl er win.
Jógúrtrúsínur er win.
Garún Garún er win.
Gaiman er win.
4. apríl er fail.



Gæludýr sem myrða er win.

Saturday, March 21, 2009

Meme-lagið



Þetta er klárlega eitthvað sem Mozart dó úr sýfillis ætti að kovera

Nafli alheimsins

Ergo, ég.

Því samkvæmt skammtafræðinni er tilveran ekki til og því er hvorki nafli né ég til staðar og þess vegna er ég naflinn.

Þeir sem vilja vera viðræðuhæfir ef ske kynni að þeir rækjust (haha) á naflann ættu að íhuga að kynna sér eftirfarandi greinar/myndbönd/upplýsingar:

Matarlyst er ofmetin en mér þykir "ruining the appetite" afskaplega gott afþreyingarefni. Til dæmis þessi grein um málsverði fyrir sadista/kjötætur og svo þessi grein sem listar þá veitingastaði víðsvegar um heiminn sem eru sérstaklega til þess að fá fólk til að missa fyrrnefnda matarlyst.
Bon appetite!

En þá vantar væntanlega viðeigandi dinnermúsík. Ekki örvænta, því mér barst til eyrna þessi tvö yndislegu tónverk:

Nr.1 - Versta lag í heimi: Þrír vaskir menn lögðu könnun fyrir fólk (alveg áreiðanlega bandarískt) til að komast að því hvað það síst vildi heyra í lagi. Lagið inniheldur m.a. barnakór, rappandi óperusöngkonu, sekkjapípu og svo mætti lengi telja.

Nr. 2 - Besta lag í heimi (umdeilt af naflanum): Sömu vösku garpar ákváðu að semja síðan lag með þeim elementum sem væru vinsælust, samkvæmt skoðanakönnunum þeirra. Það er, að mati naflans, ekki jafn gott og slæma lagið en þessi crowd-pleaser hittari fjallar um ást og frama og bónorð, túlkað með tenórsaxófón og viðbjóðslegum 80's trommufítus.

Og fyrst að komið er á rómantísku nóturnar (saxófónn kemur þar við sögu) þá langar mig að benda á þessa síðu, sem inniheldur portúgölsk ljóð. Held ég. Ég kann ekki portúgölsku. En ég ætla að læra hana.Og þá ætla ég að fara með þessi ljóð.

Desprotegida a noite foi assaltada por memórias
Azul profundo
Carmim
Amarelas
Seus bracos abertos se encheram de sono
Seu cabelo solto de vento
Seus olho de silencio

-epískt. Held ég.

Í framhaldi af því að gera skrýtna hluti þá fannst mér það sniðugt að sækja um skrýtnar vinnur, til dæmis:
-Á sólbaðsstofu
-Leiðsögumaður á Árbæjarsafni
-Mystery shopper
-Skapandi Sumarstörf (SS)



og ef ske kynni, enn og aftur, að einhver ætti (eða hefði aðgang að) myndinni "Dreams that money can buy" má sá hinn sami gefa sig fram. Takk.

vei

Monday, March 16, 2009

How are you gentlemen !!



Mér finnst eiginlega best að vondi kallinn heiti Cats...
Eða að það sé til heil síða á Wikipedia tileinkuð sögu þessarar mistúlkunar.
Engrish
Mjá

Saturday, March 14, 2009

Ladídaaaa

Ef maður hlustar á óhljóðið í in-ear headphones er eins og einhver sé að sprengja sápukúlur inní hausnum á manni.




Já, mér leiðist afskaplega og nei, ég lærði ekkert lifesaving af þessari tímaeyðslu. Því miður.

Socks



Köttur Clintons er dáinn og farinn til Ceiling Cat að borða ostborgara.
Socks var sætur. Samt ekki jafn sætur og Herkúles kisi (þegar hann kemur til sögunnar).



Bestu kveðjur,
verðandi Crazy Cat Lady

Monday, March 9, 2009

Dóra gerir undarlega hluti

Ég hef ákveðið að árið 2009 verði helgað skrýtnum (og oftast tilgangslausum) hlutum, uppákomum og atburðum af ýmsu tagi.

Ég er búin að heimsækja Kjarvalsstaði og búa til mína eigin taflmenn (og tapa einni skák), horfa á sýningarkennslu í ávaxtaútskurði hjá tælenskri konu í Gerðubergi, skoða Gullfoss og Geysi (kommon, hvaða Íslendingur gerir það?), sjá undanúrslit Íslandsmeistaramóts kaffibarþjóna og pósa hálfnakin í fjörunni í Gróttu í (ábyggilega) nokkurra stiga frosti og (ca.) 30 metrum á sekúndu.

Ég á eftir að verða vitni að landslagsarkitektum planta blómum hjá Norræna húsinu og sjá heimildarmynd um tísku í Færeyjum, Íslandi og Grænlandi, seinna í mars.

Hins vegar er ég að verða uppiskroppa með undarlega hluti að gera og auglýsi hér með eftir sérkennilegum atburðum á dagskrá. Það má líka vera memm...

Monday, March 2, 2009

Matartími Hagelbäcks

Muniði eftir þessu?



Ekki?

Ja, sveiattan....

Súrmjólk með strössel og svörtu kaffi, nom nom