Thursday, September 25, 2008

Flóki

Þegar ég fer alvarlega að hugsa út í það, þá get ég sameinað allt mitt álit á mannkyninu í hundinum mínum. Þetta er frekar undarleg tilviljun.

Hann situr pollrólegur og þykist ekkert vita þegar hann hefur augljóslega gert eitthvað af sér, hann vælir viðstöðulaust jafnvel þó ekkert ami að, hann á þak yfir höfuðið og nógan mat (reyndar e-r frekar ógirnilegar pillur sem ég öfunda hann ekkert sérstaklega af). Hann er sjálfselskur, eiginhagsmunaseggur og vælukjói. Ég gæti ekki ímyndað mér hann fórna sjálfum sér til að bjarga öðrum úr hættu.

En það er ómögulegt að hata hann þegar maður lítur í stóru og kjánalegu augun, greyið er svo tileygt að sýn hans á heiminn hlýtur að vera skelfileg. Maður finnur hjá sér óstjórnlega sterka þörf til að taka hann í fangið og hvísla huggunarorð í loðið eyrað.



-Ég elska samlíkingar



[Flóki á góðum degi]

Sunday, September 21, 2008

Endurvinnsluljóð

Fartækið sem sent var á milli


Frá fyrri tíð sátu framleiðendurnir við sama borð, hafnir yfir allan vafa, drógu ályktanir af málverkasýningu eftir sjónlausa listamenn

Steðjinn þeirra hafði ummyndast í fýlsunga sem spýtti hamri að logandi skýi. Þar blésu þó varla hagstæðari vindar

Mikilvægast var að missa ekki móðinn þó að á móti blési hvaðanæva að úr heiminum

Fyrst þyrftu þeir að vera tilbúnir til slíkra verka úr því sú ákvörðun var tekin að fara þaðan

Loftin voru rafyrtar tungur með raddbönd sem höfðu vakandi auga á þeim gríðarstóru

Síðan voru þau öll minnt á það með óþyrmilegum hætti




Samið uppúr tveimur tímaritagreinum, tveimur dagblaðaforsíðum og einni ljóðabók

Monday, September 8, 2008

This dog is awesome...



...hvað get ég sagt, undanfarið hef ég verið með dýr á heilanum. Of mikið gláp á Cute with Chris og ICanHasCheezburger.com held ég að valdi þessu ástandi.... hm....