Saturday, February 28, 2009

Dóra og krabbinn með gylltu klærnar

Ég segi upp sem Dóra og ætla að gerast Tinni. Ég ætla að kenna Flóka að haga sér eins og almennilegur hundur (plús hann hefur líka rétta Tobba-útlitið hérumbil) og gramsa eftir gamla rykfrakkanum hans pápa. Byrja að slá um mig með frösum eins og: "Hvað segirðu helst til tíðinda?" og "Grunaði ekki gáfaðan Gvend!" og tala helst bara við sjálfa mig, nú eða hundinn.
Mig vantar samt fólk í hlutverk Skapta og Skafta og hins drykkfellda Kafteins.



Það hryggir mig mikið að tilkynna að engar bækur um Yoko Tsuno voru til sölu á bókamarkaðinum í Perlunni. Hins vegar er fullt af ókeypis Skírni frá ca. 1964 -
Hirti nokkur eintök því mér leist svo vel á pappírinn sem tímaritið er prentað á. Mæli með að nota vatnsliti á pappírinn og ekki láta heldur óspennandi texta um íslenzka nafnasiði og þróun íslenzka nafnaforðans trufla málaragleðina.

Annars fékk ég mér eina Murakami bók og eina eftir Málfríði Einarsdóttur, aðallega valin vegna nafnaflórunnar sem stykkið inniheldur m.a. nöfn á borð við Tötra, Auðni, Týr Ylfingur Gólari (sonur þeirra Tötru og Auðna). Plús að ég rak augun í orðið "heimsbjargardundur", klárlega orð sem ég get alls ekki látið fram hjá mér fara, hvað svosem það nú þýðir.

2 comments:

Unknown said...

Ég skal vera kafteinninn !!!!!

Anonymous said...

OHH ég ætlaði einmitt að fara að segja þetta!! Ég er miklu drykkfelldari en þú! Samt kúl að þú hefur tekið upp nafnið Tinni, þá ertu næstum því eins svöl og ég.... en bara næstum samt.